Kristján Helgi með gull í Malmö, Telma Rut með silfur 23. mars 2014 15:04 Kristján Helgi og Telma Rut vísir/karatesamband Íslands Kristján Helgi Carrasco vann til gullverðlauna á opna sænska karatemótinu, sem fór fram í gær laugardaginn 22. mars í Malmö í Svíþjóð. Telma Rut Frímannsdóttir vann silfur auk þess ungu íslensk ungmenni fjölda verðlauna á mótinu. Kristján Helgi vann fyrstu tvær viðureignir sínar nokkuð sannfærandi og átti að mæta Hollendingnum Nick Gerrese í úrslitum í -67kg flokki. Nick hafði meiðst illa í undanúrslitum og gaf því úrslitabardagann við Kristján Helga sem stóð þá eftir sem sigurvegari. Telma Rut Frímannsdóttir átti einnig góðan dag í Malmö í gær. Hún keppti í -61kg flokki í kumite, þar sem hún sigraði fyrstu tvo andstæðinga og mætti Gittu Brundstad frá Noregi í úrslitum. Eftir jafna og skemmtilega viðureign þá stóð sú norska uppi sem sigurvegarinn í flokkinum. Þessi niðurstaða gefur góða fyrirheit fyrir næstu tvö erlendu verkefni sem Kristján Helgi og Telma Rut taka þátt í. Norðurlandameistaramótið í karate sem verður í Riga Lettlandi 12. apríl og Evrópumeistaramótið sem fer fram í Tampere Finnlandi 1-5. maí næstkomandi. Fleiri landsliðsmenn í karate kepptu í Malmö í gær. Ólafur Engilbert Árnason keppti í flokki unglinga -68 kg og stóð sig vel. Eftir að hafa unnið 2 viðureignir þá tapaði hann naumlega í undanúrslitum og aftur í viðureigninni um 3ja sætið, þegar mótherji hans náði stigi 2 sekúndum fyrir lok bardagans sem hafði fram að þeim tímapunkti verið jafn. Eldri katakeppendur okkar, Heiðar Benediktsson, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir áttu ekki eins góðan dag og kumitekeppendurnir, flest duttu þau út eftir 2.umferð. Í yngri unglingaflokki keppti Laufey Lind Sigþórsdóttir sem vann fyrstu 2 viðureignirnar í flokki cadet (14-15 ára) en tapaði svo fyrir sigurvegaranum í 3ju umferði. Í flokki cadetta var ekki notað uppreisnarkerfi svo Laufey fékk ekki möguleika á viðureign um 3ja sætið. Í sama flokki keppti Arna Katrín Kristinsdóttir sem vann sína fyrstu viðureign en datt svo út í 2. umferð. Fyrr um morguninn var keppt í barnaflokkum þar sem unnust 2 silfur og 4 brons, þar sem Viktor Steinn Sighvatsson vann silfur í flokki 12 ára drengja og Kristrún Bára Guðjónsdóttir brons í kata 10 ára stúlkna. Heildarverðlaun: Gull, Kristján Helgi Carrasco, kumite -67kg Silfur, Telma Rut Frímannsdóttir, kumite -61kg Silfur, Viktor Steinn Sighvatsson, kata 12 ára drengja Silfur, Viktor, Óttar, Guðjón, hópkata mix 12-13 ára Brons, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, kata 10 ára stúlkna Brons, Þorsteinn, Snorri, Hilmar, hópkata mix 12-13 ára Brons, Móey, Freyja, Guðbjörg, hópkata mix 12-13 ára Brons, Daníel, Tómas, Eiríkur, hópkata mix 10-11 ára Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Kristján Helgi Carrasco vann til gullverðlauna á opna sænska karatemótinu, sem fór fram í gær laugardaginn 22. mars í Malmö í Svíþjóð. Telma Rut Frímannsdóttir vann silfur auk þess ungu íslensk ungmenni fjölda verðlauna á mótinu. Kristján Helgi vann fyrstu tvær viðureignir sínar nokkuð sannfærandi og átti að mæta Hollendingnum Nick Gerrese í úrslitum í -67kg flokki. Nick hafði meiðst illa í undanúrslitum og gaf því úrslitabardagann við Kristján Helga sem stóð þá eftir sem sigurvegari. Telma Rut Frímannsdóttir átti einnig góðan dag í Malmö í gær. Hún keppti í -61kg flokki í kumite, þar sem hún sigraði fyrstu tvo andstæðinga og mætti Gittu Brundstad frá Noregi í úrslitum. Eftir jafna og skemmtilega viðureign þá stóð sú norska uppi sem sigurvegarinn í flokkinum. Þessi niðurstaða gefur góða fyrirheit fyrir næstu tvö erlendu verkefni sem Kristján Helgi og Telma Rut taka þátt í. Norðurlandameistaramótið í karate sem verður í Riga Lettlandi 12. apríl og Evrópumeistaramótið sem fer fram í Tampere Finnlandi 1-5. maí næstkomandi. Fleiri landsliðsmenn í karate kepptu í Malmö í gær. Ólafur Engilbert Árnason keppti í flokki unglinga -68 kg og stóð sig vel. Eftir að hafa unnið 2 viðureignir þá tapaði hann naumlega í undanúrslitum og aftur í viðureigninni um 3ja sætið, þegar mótherji hans náði stigi 2 sekúndum fyrir lok bardagans sem hafði fram að þeim tímapunkti verið jafn. Eldri katakeppendur okkar, Heiðar Benediktsson, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir áttu ekki eins góðan dag og kumitekeppendurnir, flest duttu þau út eftir 2.umferð. Í yngri unglingaflokki keppti Laufey Lind Sigþórsdóttir sem vann fyrstu 2 viðureignirnar í flokki cadet (14-15 ára) en tapaði svo fyrir sigurvegaranum í 3ju umferði. Í flokki cadetta var ekki notað uppreisnarkerfi svo Laufey fékk ekki möguleika á viðureign um 3ja sætið. Í sama flokki keppti Arna Katrín Kristinsdóttir sem vann sína fyrstu viðureign en datt svo út í 2. umferð. Fyrr um morguninn var keppt í barnaflokkum þar sem unnust 2 silfur og 4 brons, þar sem Viktor Steinn Sighvatsson vann silfur í flokki 12 ára drengja og Kristrún Bára Guðjónsdóttir brons í kata 10 ára stúlkna. Heildarverðlaun: Gull, Kristján Helgi Carrasco, kumite -67kg Silfur, Telma Rut Frímannsdóttir, kumite -61kg Silfur, Viktor Steinn Sighvatsson, kata 12 ára drengja Silfur, Viktor, Óttar, Guðjón, hópkata mix 12-13 ára Brons, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, kata 10 ára stúlkna Brons, Þorsteinn, Snorri, Hilmar, hópkata mix 12-13 ára Brons, Móey, Freyja, Guðbjörg, hópkata mix 12-13 ára Brons, Daníel, Tómas, Eiríkur, hópkata mix 10-11 ára
Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira