Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 08:45 Elsa Sæný Valgeirsdóttir stjórnar hér karlaliði HK í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Valli Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira