Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2014 23:18 Vísir/AFP Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP
Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52