Engar liðsskipanir hjá Mercedes: Hamilton og Rosberg fá að berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 14:00 Nico Rosberg og Lewis Hamilton þurfa ekki að víkja. Vísir/getty Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09
Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30