Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 15:45 Ferrari-bíllinn er of hægur. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, er ekki ánægður með hversu ósamkeppnishæfir hann og liðsfélagi hans, KimiRaikkonen, eru á nýja Ferrari-bílnum en ítalska stórliðið byrjar nýtt tímabil ekki vel. Ferrari-bílinn vantar mikið grip, dekkin eyðast upp snemma og þá skortir bílinn mikinn hraða á beinu köflunum. Þetta kom allt bersýnilega í ljós í Barein í gær þar sem Alonso og Raikkonen enduðu í 9. og 10. sæti. „Við myndum alveg þyggja meiri hraða til að geta keppt við hvern sem er. Eins og staðan er þá skortir okkur hraða. Það eru samt nokkrir punktar sem eru sterkir í nýja bílnum sem mun henta á öðrum brautum,“ sagði Fernanso Alonso eftir keppnina í gær.Luca DiMontezemolo, forseti Ferrari, var mættur til Barein í gær en hann viðurkenndi fúslega að erfitt væri að horfa upp á sitt lið ganga svona villa. „Mér líkar ekki að sjá Ferrari í svona standi. Verkfræðingarnir í verksmðjunni þurfa taka stórt skref fram á við með bílinn. Ég bjóst ekki við miklu í þessari keppni en ég vildi þó sjá meira en þetta. Það var sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn var á beinu köflunum,“ sagði Luca Di Montezemolo. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, er ekki ánægður með hversu ósamkeppnishæfir hann og liðsfélagi hans, KimiRaikkonen, eru á nýja Ferrari-bílnum en ítalska stórliðið byrjar nýtt tímabil ekki vel. Ferrari-bílinn vantar mikið grip, dekkin eyðast upp snemma og þá skortir bílinn mikinn hraða á beinu köflunum. Þetta kom allt bersýnilega í ljós í Barein í gær þar sem Alonso og Raikkonen enduðu í 9. og 10. sæti. „Við myndum alveg þyggja meiri hraða til að geta keppt við hvern sem er. Eins og staðan er þá skortir okkur hraða. Það eru samt nokkrir punktar sem eru sterkir í nýja bílnum sem mun henta á öðrum brautum,“ sagði Fernanso Alonso eftir keppnina í gær.Luca DiMontezemolo, forseti Ferrari, var mættur til Barein í gær en hann viðurkenndi fúslega að erfitt væri að horfa upp á sitt lið ganga svona villa. „Mér líkar ekki að sjá Ferrari í svona standi. Verkfræðingarnir í verksmðjunni þurfa taka stórt skref fram á við með bílinn. Ég bjóst ekki við miklu í þessari keppni en ég vildi þó sjá meira en þetta. Það var sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn var á beinu köflunum,“ sagði Luca Di Montezemolo.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09