Hibbert settur á bekkinn eftir níu mínútur: "Ég hef ekkert að segja" Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 12:45 Roy Hibbert skoraði ekki stig í gær. Vísir/EPA Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið. NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Yfirlýst markmið Indiana Pacers fyrir tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta var að vinna austrið til að vera með heimaleikjaréttinn í úrslitum austurdeildarinnar færi svo að liðið kæmist þangað. Það var á góðri leið með að ná markmiðum sínum lengi vel á tímabilinu en Indiana er nú búið að tapa sjö af síðustu tíu leikjum sínum og er búið að missa efsta sætið til meistara Miami Heat eins og greint var frá í morgun. Indiana-liðið hefur spilað hræðilega undanfarið og munar mikið um að stóri maðurinn undir körfunni, miðherjinn Roy Hibbert, hefur verið sérstaklega slakur og hreinlega ekki líkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Þessi 218cm hávaxni leikmaður hefur spilað 30,2 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu sem er það mesta á hans ferli. Mínútufjöldinn hefur haft áhrif á frammistöðu hans en Hibbert er að skora færri stig, taka færri fráköst og gefa færri stoðsendingar en áður.Erfiðir dagar hjá Hibbert undanfarið.Vísir/EPABotninum var náð í tapi gegn arfaslöku liði Atlanta Hawks í nótt. Eftir níu mínútur án þess að skora stig, taka svo mikið sem eitt frákast eða gefa eina stoðsendingu fannst Frank Vogel, þjálfara Indiana, nóg komið og tók Hibbert af velli. Hann kom ekki meira við sögu. „Ég íhugaði fyrir leikinn að hvíla Hibbert því hann virðist bara algjörlega úr sér genginn. Hann er 218cm hár og hefur spilað hvern einasta leik á tímabilinu. Það er sjaldgæft. Fyrir mér lítur hann út fyrir að vera alveg búinn á því. Hann leggur sig allan fram en hann er alveg búinn,“ sagði Frank Vogel eftir leikinn. Sjálfur vildi Hibbert ekkert ræða málið við fréttamenn eftir leik. „Ég hef ekkert að segja,“ var það eina sem stóri maðurinn lét hafa eftir sér. Samherjar Hibberts reyndu að koma honum til varnar og sögðu ástæðuna fyrir því að hann var settur á bekkinn vera að Hibbert gat illa varist Paul Millsap og PeroAntic, leikmönnum Atlanta. „Þetta kom mér á óvart því þetta gerist aldrei,“ sagði Paul George, stórstjarna Indiana, eftir leikinn. „Hann passaði illa á móti Atlanta eins og það var að spila í leiknum. Það vildi bara skjóta fyrir utan þannig Roy, sem er frábær að verja körfuna, var að verjast of framarlega.“ Indiana er búið að vinna 53 leiki og tapa 25 á tímabilinu. Það er nú einum leik á eftir Miami í baráttunni um efsta sætið. Liðið á fjóra leiki eftir, þar af leik á móti Miami sem gæti verið úrslitaleikur um toppsætið.
NBA Tengdar fréttir Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Oklahoma City Thunder tapaði fyrir Phoenix og Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni eftir hörmulegt gengi að undanförnu. 7. apríl 2014 09:06