Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 09:49 Fundurinn fer fram á Grand Hótel. visir/gva Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig hvort sem miðað er við önnur umsóknarríki eða hve umsvifamikið ferlið er. Skýrslan var birt á vef stofnunarinnar í morgun en nú stendur yfir kynning á skýrslunni á Grand Hóteli. Á þeim 18 mánuðum sem viðræður um inngöngu inn í Evrópusambandið stóðu yfir, áður en hlé var gert á þeim snemma árs 2013, voru 27 af 33 samningsköflum opnaðir og Ísland afhenti samningsafstöðu sína í 29 köflum. Í ferlinu var 11 köflum lokað samdægurs. Hins vegar voru 16 kaflar enn opnir þegar hlé var gert á viðræðunum. Fram kemur í skýrslunni að þá átti enn eftir að opna sex kafla sem fjalla um sjávarútveg, landbúnað og dreifbýlisþróun, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, staðfesturétt og þjónustufrelsi, frjálsa fjármagnsflutninga og dóms- og innanríkismál. Fram kemur einnig í skýrslunni að það sé ljóst að tveggja áratuga þátttaka Íslands í EES-samstarfinu liðkaði töluvert fyrir samningum og að löggjöf hérlendis hafi að verulegu leyti verið aðlöguð löggjöf Evrópusambandsríkja, auk þess sem mikil þekking er til staðar í íslensku stjórnkerfi á viðfangsefninu. Skýrsluhöfundar telja að fimm þættir hefðu hægt samningaferlinu: • Í fyrsta lagi eru aðildarviðræður nú þyngri í vöfum eftir mikla stækkun ESB árin 2004 og 2007, þegar samtals tólf ný aðildarríki bættust í hópinn. Til að mynda hefur sérstakri rýnivinnu verið bætt við sem aðfara að viðræðum. Rýnivinnan lengdi ferlið um eitt ár. • Í öðru lagi setti hin alþjóðlega fjármálakrísa strik í reikninginn hjá báðum samningsaðilum með ýmsum hætti, og nægir þar að nefna Icesave-málið til sögunnar. • Í þriðja lagi varð skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til þess að tefja fyrir og olli því meðal annars að samningsafstaða var ekki lögð fram í ákveðnum málaflokkum, svo sem í landbúnaðarmálum. • Í fjórða lagi olli sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda í ársbyrjun 2013 að setja viðræðurnar í „hægagang“ fram yfir þingkosningar óvissu hjá ESB um áframhald þeirra og stöðvaði marga ferla í aðildarviðræðunum. • Í fimmta lagi olli makríldeilan því að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að ljóst er að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í mörgum málum. Þessar sérlausnir byggðu að mestu leyti á því sem áður hafði fengist í gegnum EES-samninginn, og voru í raun staðfesting hans. Þá hafði ESB sett lokunarviðmið í öllum þeim köflum sem opnaðir höfðu verið til viðræðna, fyrir utan þrjá kafla á gildissviði EES-samningsins og kafla 27 um umhverfismál. Lokunarviðmið eru skilyrði sem umsóknarríkinu er gert að uppfylla áður en kafla er lokað. Í mörgum tilvikum snerust lokunarviðmiðin um að Ísland ynni upp tafir á innleiðingu EES-reglna á gildissviði viðkomandi samningskafla. Skýrsluhöfundar halda því fram að aðildarviðræður, sem og samningaviðræður almennt, byggi gjarnan á því verklagi að semja fyrst um þau mál sem samhljómur er um, en sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna. „Af þessum sökum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða niðurstaða hefði komið fram í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið. Þó liggur fyrir að öll ný aðildarríki hafa hingað til getað samið um sérlausnir um ákveðin málefni er hafa legið þeim þyngst á hjarta og snerta mestu hagsmuni ríkjanna. Þess vegna hlýtur niðurstaða aðildarsamnings að ráðast af forgangsröðun stjórnvalda um það hvaða mál eru sett á oddinn í viðræðunum því óraunhæft er að ætla að hægt sé að ná nema ákveðnum fjölda mála fram í samningum," segir í skýrslunni. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig hvort sem miðað er við önnur umsóknarríki eða hve umsvifamikið ferlið er. Skýrslan var birt á vef stofnunarinnar í morgun en nú stendur yfir kynning á skýrslunni á Grand Hóteli. Á þeim 18 mánuðum sem viðræður um inngöngu inn í Evrópusambandið stóðu yfir, áður en hlé var gert á þeim snemma árs 2013, voru 27 af 33 samningsköflum opnaðir og Ísland afhenti samningsafstöðu sína í 29 köflum. Í ferlinu var 11 köflum lokað samdægurs. Hins vegar voru 16 kaflar enn opnir þegar hlé var gert á viðræðunum. Fram kemur í skýrslunni að þá átti enn eftir að opna sex kafla sem fjalla um sjávarútveg, landbúnað og dreifbýlisþróun, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, staðfesturétt og þjónustufrelsi, frjálsa fjármagnsflutninga og dóms- og innanríkismál. Fram kemur einnig í skýrslunni að það sé ljóst að tveggja áratuga þátttaka Íslands í EES-samstarfinu liðkaði töluvert fyrir samningum og að löggjöf hérlendis hafi að verulegu leyti verið aðlöguð löggjöf Evrópusambandsríkja, auk þess sem mikil þekking er til staðar í íslensku stjórnkerfi á viðfangsefninu. Skýrsluhöfundar telja að fimm þættir hefðu hægt samningaferlinu: • Í fyrsta lagi eru aðildarviðræður nú þyngri í vöfum eftir mikla stækkun ESB árin 2004 og 2007, þegar samtals tólf ný aðildarríki bættust í hópinn. Til að mynda hefur sérstakri rýnivinnu verið bætt við sem aðfara að viðræðum. Rýnivinnan lengdi ferlið um eitt ár. • Í öðru lagi setti hin alþjóðlega fjármálakrísa strik í reikninginn hjá báðum samningsaðilum með ýmsum hætti, og nægir þar að nefna Icesave-málið til sögunnar. • Í þriðja lagi varð skortur á samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til þess að tefja fyrir og olli því meðal annars að samningsafstaða var ekki lögð fram í ákveðnum málaflokkum, svo sem í landbúnaðarmálum. • Í fjórða lagi olli sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda í ársbyrjun 2013 að setja viðræðurnar í „hægagang“ fram yfir þingkosningar óvissu hjá ESB um áframhald þeirra og stöðvaði marga ferla í aðildarviðræðunum. • Í fimmta lagi olli makríldeilan því að ekki tókst að opna kaflann um sjávarútveg áður en hlé var gert á viðræðunum. Í skýrslunni kemur einnig fram að ljóst er að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í mörgum málum. Þessar sérlausnir byggðu að mestu leyti á því sem áður hafði fengist í gegnum EES-samninginn, og voru í raun staðfesting hans. Þá hafði ESB sett lokunarviðmið í öllum þeim köflum sem opnaðir höfðu verið til viðræðna, fyrir utan þrjá kafla á gildissviði EES-samningsins og kafla 27 um umhverfismál. Lokunarviðmið eru skilyrði sem umsóknarríkinu er gert að uppfylla áður en kafla er lokað. Í mörgum tilvikum snerust lokunarviðmiðin um að Ísland ynni upp tafir á innleiðingu EES-reglna á gildissviði viðkomandi samningskafla. Skýrsluhöfundar halda því fram að aðildarviðræður, sem og samningaviðræður almennt, byggi gjarnan á því verklagi að semja fyrst um þau mál sem samhljómur er um, en sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna. „Af þessum sökum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða niðurstaða hefði komið fram í helstu hagsmunamálum Íslendinga ef viðræðunum hefði verið lokið. Þó liggur fyrir að öll ný aðildarríki hafa hingað til getað samið um sérlausnir um ákveðin málefni er hafa legið þeim þyngst á hjarta og snerta mestu hagsmuni ríkjanna. Þess vegna hlýtur niðurstaða aðildarsamnings að ráðast af forgangsröðun stjórnvalda um það hvaða mál eru sett á oddinn í viðræðunum því óraunhæft er að ætla að hægt sé að ná nema ákveðnum fjölda mála fram í samningum," segir í skýrslunni.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53