Fleiri ræða um tækifæri vegna loftlagsbreytinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2014 16:45 Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Bæjarins besta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira