Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:29 „Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Sjá meira
„Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41