Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:29 „Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41