Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 10:41 Úr héraðsdómi í morgun. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent