Körfubolti

Fjölnir einum sigri frá sæti í úrvalsdeild

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjalti Viljálmsson er þjálfari Fjölnis.
Hjalti Viljálmsson er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm
Fjölnir vann Hött, 88-62, í fyrsta leik liðanna í úrslitaumspili 1. deildar karla í körfubolta í Dalhúsum í kvöld en liðin berjast um síðasta lausa sætið í Dominos-deildinni næsta vetur.

Vinna þarf tvo leiki til að sigra einvígið en Fjölnir komst í úrslitin með því að vinna Breiðablik og Höttur vann Þór frá Akureyri í undanúrslitum.

Daron Lee Sims var frábær í liði Fjölnis í kvöld en hann skoraði 32 stig og tók 7 fráköst. Heljarmennið ÓlafurTorfason bauð einnig upp á myndarlega tvennu en hann skoraði 16 stig og tók 16 fráköst.

Í liði Hattar var AustinMagnusBracey stigahæstur með 24 stig en Gerald Robinson bætti við 17 stigum og 6 fráköstum.

Liðin mætast næst fyrir austan á föstudagskvöldið en með sigri þar kemst Fjölnir aftur upp í Dominos-deildina.

Fjölnir-Höttur 88-62 (25-23, 26-15, 21-11, 16-13)

Fjölnir: Daron Lee Sims 32/13 fráköst/4 varin skot, Páll Fannar Helgason 19/5 fráköst, Ólafur Torfason 16/16 fráköst/7 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 12/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2.

Höttur: Austin Magnus Bracey 24, Gerald Robinson 17/6 fráköst, Andrés  Kristleifsson 10/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7, Viðar Örn Hafsteinsson 3/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×