Gunnar Nelson efnir til atglímu í húsakynnum Mjölnis í kvöld og glímir við hvern þann sem treystir sér til.
Gunnar mun glíma stanslaust í tvo klukkutíma við þá fyrstu 40 sem skrá sig til leiks. Eina skilyrðið er að viðkomandi verður að hafa náð átján ára aldri.
Með atglímunni er verið að vekja athygli á uppgjafarglímu en á laugardaginn fór fram Mjölnir Open, stærsta uppgjafarglímumót ársins. Alls tóku 87 þátt í mótinu.
Frekari upplýsingar um þetta má sjá á heimasíðu Mjölnis.
Gunnar glímir við 40 gesti í Mjölni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn