Jón Sigurður Gunnarsson varð í öðru sæti í úrslitum á hringjum í karlaflokki en Norma Dögg Róbertsdóttir hlaut silfurverðlaun í keppni stökki í kvennaflokki.
Jón Sigurður stóð sig einnig vel í keppni á einstökum áhöldum á dögunum og vann þá þrjá Íslandsmeistaratitla þar á meðal í keppni í hringjum.
Norma Dögg er nýkringdur Íslandsmeistari í fjölþraut og ein af hennar sterkustu greinum er einmitt stökkið sem að hennar mati skilaði henni Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.
Íslenska kvennasveitin vann brons í liðakeppninni í gær og fyrr í dag vann Íslandsmeistari unglinga, Eyþór Örn Baldursson, brons í úrslitum í hringjum í unglingaflokki.


