45 prósenta aukning í borgaralegum fermingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:35 Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: "Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ MYND/SIÐMENNT 304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ Fermingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“
Fermingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira