Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-22 | Deildarmeistararnir taplausir á heimavelli Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 14. apríl 2014 17:56 Vísir/Valli Deildarmeistarar Hauku unnu enn einn leikinn í Olís-deild karla í kvöld, en þeir unnu ÍBV, 23-22. Haukar töpuðu ekki leik á heimavelli í vetur. Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimm mínútunum og lítið var um varnarleik. Eftir fimm mínútur voru kominn átta mörk og það segir allt sem segja þarf. Eyjamenn voru ávallt einum til tveimur mörkum frá heimamönnum sem voru að spila virkilega vel í byrjun, hraðan og skemmtilegan sóknarleik. Eyjamenn bitu svo aðeins frá sér og breyttu stöðunni úr 7-5 í 7-8 sér í vil. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka leikhlé og fór aðeins yfir málin með sínum mönnum. Eftir leikhléið gáfu heimamenn svo aftur í og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Markverðirnir höfðu báðir varið ágætlega í fyrri hálfleik og sóknarleikur beggja liða var góður á köflum. Tveggja marka munur er afar lítill munur í handbolta og það var spurning hvað Eyjamenn myndu gera gegn feyknasterku Haukaliði í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og virtust ætla stinga af. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og breyttu stöðunni úr 15-11 í 15-14 og munurinn eitt mark eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og var leikurinn virkilega jafn. Haukarnir voru þó ívið sterkari aðilinn og náðu góðum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir, 19-15, þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn voru ekki hættir og minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu þeir metin í 21-21. Patrekur tók þá sitt þriðja og síðasta leikhlé og hans menn sigldu sigrinum heim eftir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur, 23-22, deildarmeisturunum í hag. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og átti ágætan dag. Hann hefur þó nýtt sín færi betur, en skilaði mikilvægum mörkum. Árni Steinn Steinþórsson spilaði liðsfélaga sína oftar en ekki vel uppi og skoraði að auki fimm mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Hauka sem og markvörður ÍBV, Henrik Vikan Eidsvag, en báðir voru þeir með um 45% markvörslu. Theodór Sigurbjörnsson var bestur hjá ÍBV, en hann sýndi það og sannaði að hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar. Róbert Aron Hostert hefur oft sýnt betri leik, en hann á eftir að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni. Leikurinn bar þess merki að lítið sem ekkert var undir. Liðin gerðu sig bæði sek um slæm mistök og hentu boltanum frá sér við minnsta tilefni. Bæði lið dreifðu mannskapnum vel og margir fengu að spila. Áhorfendur fengu spennandi leik og stuðningsmenn heimamanna fóru að minnsta kosti glaðir heim. Hafnarfjarðarslagur verður í undanúrslitunum eftir að FH hirti fjórða sætið í Olís-deildinni, en FH hafa ekki verið mikil fyrirstaða fyrir Hauka í vetur sem hafa unnið FH í öll skipti sem þau hafa mæst. ÍBV fær verðugt verkefni en þeir mæta Val í undanúrslitunum. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV: Lítið undir og gæðin eftir því ,,Þetta var hálf skrýtinn leikur. Það var lítið undir og gæðin kannski eftir því," sagði Gunnar við Vísi í leikslok. ,,Klaufagangur okkar í lokin gerði það að verkum að við förum héðan án stiga. Smá meiri yfirvegun í færunum í lokin hefði gert okkur gott. Við komumst hins vegar vel frá leiknum, notum alla og allir heilir og ferskir eftir leikinn. Það eru allir klárir í úrslitakeppni." ,,Menn reyndu að hafa gaman að þessu. Bæði lið notuðu marga leikmenn og það gerði það að verkum að þetta var skemmtilegur leikur." ,,Við fórum illa að ráði okkar síðustu fimm mínúturnar. Við fengum dauðafæri og hraðaupphlaup og annað sem við fórum með. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð í stig hérna í kvöld." ÍBV mætir Val í undanúrslitum og Gunnari líst vel á það verkefni: ,,Valur er með hörkulið og flottan mannskap og þjálfara. Ég á von á hörkuviðureign. Við erum ekki hættir og ætlum að bíta frá okkur. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessu og liðið ætlar að njóta þess í botn að taka þátt í þessu," sagði Gunnar Magnússon í leikslok. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Hauka: Hlakka til að mæta FH ,,Þetta var skref fram á við hjá okkur miðað við leikinn á móti Akureyri. Við vissum það fyrirfram að liðin myndu enda í fyrsta og öðru sæti," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Leikurinn var svolítið afslappaður og töluvert um kæruleysis mistök, sendingar og annað sem við þurfum að laga fyrir úrslitakepppnina." ,,Planið hjá okkur var að tækla þetta bara með stæl. Við erum taplausir á heimavelli í vetur, en höfum reyndar gert jafntefli á móti Akureyri og Val. Gott að klára leikinn með sigri." ,,Grétar stóð sig mjög vel í markinu og hann sýndi að hann er efnilegur. Vörnin var fín á köflum, en sóknarleikurinn bar þess merki að það var lítið undir. Það var fínt að klára mótið með þessum tveimur stigum og vinna deildina á stigamun, ekki innbyrðis viðureignum." Patreki líst vel á komandi mótherja, grannana í FH: ,,Það verður hörkubarátta. Það verður auðvelt fyrir mannskapinn að gíra sig upp í þá leiki. Ég hlakka bara til og FH er með hörkulið. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Við vitum að núna byrjar alvaran." Er Íslandsmeistaratitillinn á leið á Ásvelli eftir þriggja ára fjarveru? ,,Ég held að öll fjögur liðin hugsi um að vinna þann stóra, annars væri eitthvað óeðlilegt hjá öllum liðum. Hann hefur ekki komið hingað í þrjú ár, en þetta verður ekki auðvelt. Þetta eru hörkulið." ,,ÍBV, Valur og FH. Þetta eru hörkulið og Framararnir hafa einnig verið að spila vel í vetur og hefðu átt skilið að vera þarna. Þetta var mjög þéttur pakki og ÍR var líka í þessu. Það eru öll lið sem vilja vinna og við erum eins með það," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Deildarmeistarar Hauku unnu enn einn leikinn í Olís-deild karla í kvöld, en þeir unnu ÍBV, 23-22. Haukar töpuðu ekki leik á heimavelli í vetur. Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimm mínútunum og lítið var um varnarleik. Eftir fimm mínútur voru kominn átta mörk og það segir allt sem segja þarf. Eyjamenn voru ávallt einum til tveimur mörkum frá heimamönnum sem voru að spila virkilega vel í byrjun, hraðan og skemmtilegan sóknarleik. Eyjamenn bitu svo aðeins frá sér og breyttu stöðunni úr 7-5 í 7-8 sér í vil. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka leikhlé og fór aðeins yfir málin með sínum mönnum. Eftir leikhléið gáfu heimamenn svo aftur í og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Markverðirnir höfðu báðir varið ágætlega í fyrri hálfleik og sóknarleikur beggja liða var góður á köflum. Tveggja marka munur er afar lítill munur í handbolta og það var spurning hvað Eyjamenn myndu gera gegn feyknasterku Haukaliði í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og virtust ætla stinga af. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og breyttu stöðunni úr 15-11 í 15-14 og munurinn eitt mark eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og var leikurinn virkilega jafn. Haukarnir voru þó ívið sterkari aðilinn og náðu góðum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir, 19-15, þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn voru ekki hættir og minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu þeir metin í 21-21. Patrekur tók þá sitt þriðja og síðasta leikhlé og hans menn sigldu sigrinum heim eftir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur, 23-22, deildarmeisturunum í hag. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og átti ágætan dag. Hann hefur þó nýtt sín færi betur, en skilaði mikilvægum mörkum. Árni Steinn Steinþórsson spilaði liðsfélaga sína oftar en ekki vel uppi og skoraði að auki fimm mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Hauka sem og markvörður ÍBV, Henrik Vikan Eidsvag, en báðir voru þeir með um 45% markvörslu. Theodór Sigurbjörnsson var bestur hjá ÍBV, en hann sýndi það og sannaði að hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar. Róbert Aron Hostert hefur oft sýnt betri leik, en hann á eftir að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni. Leikurinn bar þess merki að lítið sem ekkert var undir. Liðin gerðu sig bæði sek um slæm mistök og hentu boltanum frá sér við minnsta tilefni. Bæði lið dreifðu mannskapnum vel og margir fengu að spila. Áhorfendur fengu spennandi leik og stuðningsmenn heimamanna fóru að minnsta kosti glaðir heim. Hafnarfjarðarslagur verður í undanúrslitunum eftir að FH hirti fjórða sætið í Olís-deildinni, en FH hafa ekki verið mikil fyrirstaða fyrir Hauka í vetur sem hafa unnið FH í öll skipti sem þau hafa mæst. ÍBV fær verðugt verkefni en þeir mæta Val í undanúrslitunum. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV: Lítið undir og gæðin eftir því ,,Þetta var hálf skrýtinn leikur. Það var lítið undir og gæðin kannski eftir því," sagði Gunnar við Vísi í leikslok. ,,Klaufagangur okkar í lokin gerði það að verkum að við förum héðan án stiga. Smá meiri yfirvegun í færunum í lokin hefði gert okkur gott. Við komumst hins vegar vel frá leiknum, notum alla og allir heilir og ferskir eftir leikinn. Það eru allir klárir í úrslitakeppni." ,,Menn reyndu að hafa gaman að þessu. Bæði lið notuðu marga leikmenn og það gerði það að verkum að þetta var skemmtilegur leikur." ,,Við fórum illa að ráði okkar síðustu fimm mínúturnar. Við fengum dauðafæri og hraðaupphlaup og annað sem við fórum með. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð í stig hérna í kvöld." ÍBV mætir Val í undanúrslitum og Gunnari líst vel á það verkefni: ,,Valur er með hörkulið og flottan mannskap og þjálfara. Ég á von á hörkuviðureign. Við erum ekki hættir og ætlum að bíta frá okkur. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessu og liðið ætlar að njóta þess í botn að taka þátt í þessu," sagði Gunnar Magnússon í leikslok. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Hauka: Hlakka til að mæta FH ,,Þetta var skref fram á við hjá okkur miðað við leikinn á móti Akureyri. Við vissum það fyrirfram að liðin myndu enda í fyrsta og öðru sæti," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Leikurinn var svolítið afslappaður og töluvert um kæruleysis mistök, sendingar og annað sem við þurfum að laga fyrir úrslitakepppnina." ,,Planið hjá okkur var að tækla þetta bara með stæl. Við erum taplausir á heimavelli í vetur, en höfum reyndar gert jafntefli á móti Akureyri og Val. Gott að klára leikinn með sigri." ,,Grétar stóð sig mjög vel í markinu og hann sýndi að hann er efnilegur. Vörnin var fín á köflum, en sóknarleikurinn bar þess merki að það var lítið undir. Það var fínt að klára mótið með þessum tveimur stigum og vinna deildina á stigamun, ekki innbyrðis viðureignum." Patreki líst vel á komandi mótherja, grannana í FH: ,,Það verður hörkubarátta. Það verður auðvelt fyrir mannskapinn að gíra sig upp í þá leiki. Ég hlakka bara til og FH er með hörkulið. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Við vitum að núna byrjar alvaran." Er Íslandsmeistaratitillinn á leið á Ásvelli eftir þriggja ára fjarveru? ,,Ég held að öll fjögur liðin hugsi um að vinna þann stóra, annars væri eitthvað óeðlilegt hjá öllum liðum. Hann hefur ekki komið hingað í þrjú ár, en þetta verður ekki auðvelt. Þetta eru hörkulið." ,,ÍBV, Valur og FH. Þetta eru hörkulið og Framararnir hafa einnig verið að spila vel í vetur og hefðu átt skilið að vera þarna. Þetta var mjög þéttur pakki og ÍR var líka í þessu. Það eru öll lið sem vilja vinna og við erum eins með það," sagði Patrekur við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira