Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2014 14:00 Eygló segir þjóðina krefjast þess að fá að koma að Evrópumálum. Vísir/GVA Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló. ESB-málið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira
Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló.
ESB-málið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira