Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar. ESB-málið Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar.
ESB-málið Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“