
Lauda: Tvöföld stig eru mistök

„Mér finnst þessi ákvörðun kolröng vegna þess að hún eykur áhættuna í síðustu keppninni - sem enginn vill og öllum er sama um,“ sagði Lauda.
„Það var á tímabili umræða um að þetta yrðu þrjár keppni (sem gæfu tvöföld stig), guði sé lof að það er bara ein,“ hélt Lauda áfram.
Forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Jean Todt telur að stjórnendur liða í Formúlu 1 verði að taka mark á mótmælum áhorfenda.
„Til að endurskoða ákvörðunina þurfum við einróma samþykki, og ef við fáum það ekki getum við ekki breytt þessu,“ sagði Todt.
Todt óskaði fyrr í vetur, eftir að skipulagshópur Formúlu 1 fundaði um málið en þar náðist ekki einróma samkomulag.
Staðan er því sú að keppnin í Abu Dhabi mun skila tvöföldum stigum. Hugsanlega breytist það í náinni framtíð með frekari umræðu.
Tengdar fréttir

Raikkonen: Við erum ekki heimskir
Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir.

Boullier: Það er hægt að ná Mercedes
Hinn franski keppnisstjóri McLaren, Eric Boullier segist ekki efast um að það sé hægt að ná Mercedes liðinu. Hann telur að brúa megi bilið þó það gæti tekið talsverðan tíma.

Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain?
Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Engar liðsskipanir hjá Mercedes: Hamilton og Rosberg fá að berjast
Mercedes-liðið í Formúlu 1 hefur gefið það út að Nico Rosberg og Lewis Hamilton fái engin fyrirmæli um það hvor eigi að vinna keppni komi upp sama staða og á sunnudaginn þegar þeir enduðu í efstu tveimur sætunum.

Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er
Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir.