Rauðvín framtíðarinnar í pappaflöskum Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 13:28 Nýju pappamassaflöskurnar frá GreenBottle. Flott flaska frá GreenBottle. Fyrir utan nýtilkominn skrúfutappann á rauðvínsflöskum og rauðvínsbeljurnar ferköntuðu hefur ekkert breyst hvað varðveislu og pökkun rauðvíns í aldir. Megnið af rauðvíni heimsins er áfram sett á glerflöskur og af hverju ekki, það er ekkert að þeirri aðferð. Eða hvað, er kannski hægt að gera miklu betur. Jú svo virðist vera. Hvernig væri til dæmis ef umbúðirnar væri aðeins 20% af þyngd glerflaskanna, væru óbrjótanlegar, umhverfisvænar og héldu hitastigi vínsins betur. Einmitt þetta á við nýjar umbúðir utan um rauðvín vínframleiðandans Truett Hurst frá Kaliforníu. Það er fyrirtækið GreenBottle sem framleiðir þessar umbúðir og þær eru gerðar úr pappamassa úr endurunnum pappír og að innan eru pappaflöskurnar fóðraðar með plastblöðru. Bara það hversu flöskurnar eru léttar sparar heilmikið í flutningi þeirra og víst er að rauðvín heimsins fer víða. Flöskurnar eru þeirrar gerðar að þær einangra miklu betur en flöskugler og því helst hitastig innihaldsins miklu betur. Endurvinnsla þeirra eru svo miklu auðveldari. Margir velja það ef farið er í ferðalag að kaupa talsvert lakara vín á 3 lítra beljum sökum þyngdar glerflaskanna, en hætt er við að það gæti breyst ef þessar nýju umbúðir ryðja sér til rúms. Truett Hurst hefur reiknað það út að bara vegna þess hve nýju umbúðirnar eru léttari en gler spari það fyrirtækinu 232 lítra af eldsneyti á einum flutningabíl fullum að rauðvíni sem ekur milli stranda Bandaríkjanna. Það er umhverfisvænt, sem og umbúðirnar sjálfar. Einn kosturinn enn við þessar umbúðir er að það krefst minni orku að framleiða þær en glerflöskur, eða aðeins þriðjung. Eini ókosturinn við þessar umbúðir er líklega fólginn í því að þeir sem vilja safna víni og geyma það til mjög langs tíma vilja frekar að rauðvínið sé í glerflöskum. En viðskiptavinir Truett Hurst eru ekki þeirrar gerðar. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Flott flaska frá GreenBottle. Fyrir utan nýtilkominn skrúfutappann á rauðvínsflöskum og rauðvínsbeljurnar ferköntuðu hefur ekkert breyst hvað varðveislu og pökkun rauðvíns í aldir. Megnið af rauðvíni heimsins er áfram sett á glerflöskur og af hverju ekki, það er ekkert að þeirri aðferð. Eða hvað, er kannski hægt að gera miklu betur. Jú svo virðist vera. Hvernig væri til dæmis ef umbúðirnar væri aðeins 20% af þyngd glerflaskanna, væru óbrjótanlegar, umhverfisvænar og héldu hitastigi vínsins betur. Einmitt þetta á við nýjar umbúðir utan um rauðvín vínframleiðandans Truett Hurst frá Kaliforníu. Það er fyrirtækið GreenBottle sem framleiðir þessar umbúðir og þær eru gerðar úr pappamassa úr endurunnum pappír og að innan eru pappaflöskurnar fóðraðar með plastblöðru. Bara það hversu flöskurnar eru léttar sparar heilmikið í flutningi þeirra og víst er að rauðvín heimsins fer víða. Flöskurnar eru þeirrar gerðar að þær einangra miklu betur en flöskugler og því helst hitastig innihaldsins miklu betur. Endurvinnsla þeirra eru svo miklu auðveldari. Margir velja það ef farið er í ferðalag að kaupa talsvert lakara vín á 3 lítra beljum sökum þyngdar glerflaskanna, en hætt er við að það gæti breyst ef þessar nýju umbúðir ryðja sér til rúms. Truett Hurst hefur reiknað það út að bara vegna þess hve nýju umbúðirnar eru léttari en gler spari það fyrirtækinu 232 lítra af eldsneyti á einum flutningabíl fullum að rauðvíni sem ekur milli stranda Bandaríkjanna. Það er umhverfisvænt, sem og umbúðirnar sjálfar. Einn kosturinn enn við þessar umbúðir er að það krefst minni orku að framleiða þær en glerflöskur, eða aðeins þriðjung. Eini ókosturinn við þessar umbúðir er líklega fólginn í því að þeir sem vilja safna víni og geyma það til mjög langs tíma vilja frekar að rauðvínið sé í glerflöskum. En viðskiptavinir Truett Hurst eru ekki þeirrar gerðar.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent