Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 21-24 | Oddaleikur í Hafnarfirði Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2014 11:50 Árni Steinn Steinþórsson skorar fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Valli Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Haukar lögðu FH 24-21 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16. FH mætti mjög ákveðið til leiks og greinilegt að leikmenn liðsins voru ákveðnir í að láta ekki rassskella líkt og í þriðja leik liðanna. FH lék frábæra vörn framan af og sóknin gekk vel. Svo vel að Patrekur tók leikhlé á tólftu mínútu en þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik snérist leikurinn. FH var þremur mörkum yfir 9-6 en Haukar skoruðu átta af tíu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-11. Miklu munaði um frábæra innkomu Giedrius Morkunas í mark Hauka. Hann var með 70% markvörslu á sextán mínútum í fyrri hálfleik og með hann í því formi fyrir aftan öfluga vörnina fengu Haukar hraðaupphlaupin sem liðið nærist á. Haukar skoruðu sex hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, þar af fimm þeirra á síðasta stundarfjórðungnum. Daníel Freyr Andrésson kom inn í mark FH í upphafi seinni hálfleiks og varði fyrsta skot Hauka en Haukar skoruðu engu að síður fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks þar sem ekkert gekk í sókn FH. Alls liðu 20 mínútur þar sem FH skoraði bara tvö mörk. Haukar náði þá sjö marka forystu en FH náði að minnka muninn í þrjú mörk og fékk færi til minnka muninn í tvö mörk sem liðið nýtti ekki. Frábær tuttugu mínútna kafli hjá Haukum réð úrslitum í kvöld. Liðið lék frábæra vörn og fékk þá mörg mörk úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknin gekk vel. Þess utan var jafnræði með liðunum og geta Haukar þakkað Morkunas í markinu að FH náði ekki að gera leikinn enn meira spennandi á loka mínútunum.Patrekur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliPatrekur: Rimman er ekki búin „Þetta er úrslitakeppni og það getur allt gerst. Þetta var hörku rimma tveggja góðra liða. Það eru allir að leggja allt í þetta, bæði FH og við,“ sagði diplómatískur Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka í leikslok. „Við erum að spila við FH. Auðvitað geta komið slys eins og hjá okkur í fyrsta leiknum og þeim í þriðja leiknum en annars hafa báðir leikirnir verið mjög svipaðir. Rimman er ekki búin, ég veit það. „Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu í kvöld og auðvitað er ekki langt að fara í útileikinn en vonandi fáum við ennþá fleiri á fimmtudaginn á Ásvelli,“ sagði Patrekur.Haukarnir fagna í kvöld.Vísir/ValliMatthías Árni: Vil Haukamenn í rauðu og FH-inga í hvítu „Þetta var hörku leikur. Við gáfumst aldrei upp þó við höfum lentu undir í byrjun leiksins og þeir hafi átt góðan sprett um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson fyrirliði Hauka. „Við náum halda áfram, vera áræðnir og nýta færin mjög vel. Við náum að standa vörnina mjög vel á köflum. „Giedrius (Morkunas) var frábær eftir að hann kom inn á og Einar (Ólafur Vilmundarson) náði að taka flotta bolta líka. Þetta var algjör vinnusigur liðsheildarinnar,“ sagði Matthías sem vill fá fulla Schenker höll á Ásvöllum á fimmtudaginn. „Ég vil hvetja alla Haukamenn til að mæta í rauða og FH-inga til að mæta í hvítu.“Einar Andri pirraður á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliEinar Andri: Menn hafa sumarið til að hvíla sig „Mér fannst við fara illa að ráði okkur í kvöld. Við vorum með frumkvæðið í leiknum og spiluðum góða vörn og náðum að keyra vel á þá en svo kemur slæmur kafli,“ sagði Einar Andir Einarsson þjálfari FH. „Við missum þá fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks og svo byrjum við seinni hálfleik mjög illa. Svo náum við að keyra þetta niður og fáum færi til að gera þetta að leik í lokin. Við vorum ekki nógu yfirvegaðir fyrir framan markið. „Í stöðunni 24-20 fengum við fimm dauðafæri. Auðvitað fá þeir færi líka en við hefðum virkilega getað gert þetta að leik í lokin ef við hefðum verið svalari fyrir framan markið. „Úrslitakeppnin er erfið. Við vorum ekkert að hugsa um að við værum að fara að klára þetta 3-0 eða einbeita okkur eitthvað að því. Við tökum hvern leik fyrir sig og erum núna búnir að tapa tveimur leikjum. „Við unnum fyrsta leikinn á Ásvöllum og það er enginn að segja að við getum ekki farið þangað og klárað það. Úrslitakeppnin er bara spiluð á nokkrum dögum og menn þurfa að halda áfram. Við þurfum að draga fram lengri góða kafla og fækka slæmu köflunum. Þá getum við klárað þetta. „Það verður enginn þreyttur í liðunum. Menn hafa sumarið til að hvíla sig og okkur langar í úrslitin. Það hefur enginn kvartað undan þreytu ennþá,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira