Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:48 Guðmundur Hólmar Helgason reynir línusendingu í baráttu við Róbert Aron Hostert. Vísir/Daníel Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira