Lífið

Fanta fjör í Kringlunni

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Kringlunni um helgina þegar verslunin 66°Norður opnaði nýja barnafataverslun. Mikið fjör var á blómatorginu fyrir utan nýju verslunina þar sem Pollapönk spilaði fyrir gesti og gangandi áður hljómsveitin hélt til Danmerkur þar sem hún keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision 6. maí.

„Nýja verslunin mun þjóna öflugasta útivistarfólki landsins sem eru að okkar mati börnin. Þau eru úti að leika sama hvernig viðrar og eru okkar kröfuhörðustu viðskiptavinir. Við erum að leggja sífellt meiri áherslu á barnafatnað og í versluninni verður boðið upp á mikið úrval af nýjum barnafatnaði frá 66°Norður,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Mátunarbátur en ekki klefi Við hönnun verslunarinnar var lögð áhersla á það að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börnin. Má þar nefna að í versluninni er sérstakur mátunarbátur í stað mátunarklefa og stórt leikhorn þar sem börnin geta leikið sér. Þetta er önnur verslun 66°Norður sem er sérhæfð útivistarverslun fyrir börn en fyrir er verslunin að Bankastræti 9.

Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, hönnuðir verslunarinnar ásamt Bjarneyju Harðardóttur hjá 66°Norður og börnum þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×