Jon Jones (19-1-0) gegn Glover Teixeira (22-2-0) – titilbardagi í léttþungavigt (92 kg)
Ríkjandi meistarinn í léttþungavigt, Jon Jones, er í dag besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur hann nú þegar bætt metið yfir flestar titilvarnir í léttþungavigtinni en hann hefur nú varið titil sinn í sex skipti. Í öllum sínum bardögum hefur hann litið út fyrir að vera nánast ómannlegur og sigrað andstæðinga sína með yfirburðum. Hann er jafnframt yngsti maðurinn í sögu UFC til að vinna titil en hann var aðeins 23 ára þegar hann varð fyrst meistari.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Frábær að nota faðmlengd sína (með lengstu faðmlengd í UFC)
- Sigraði 5 fyrrum UFC meistara í röð
- Er með eitt besta “ground ’n’ pound” í MMA
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Er á 20 bardaga sigurgöngu
- 13 sigrar eftir rothögg
- Er gríðarlega höggþungur og hefur þann hæfileika að geta rotað menn með einu höggi

Næstsíðasti bardagi kvöldsins er einnig í léttþungavigt. Phil Davis er einn af allra fremstu glímumönnum UFC. Hann var fjórfaldur All-American (á topp 8 á sínum þyngdarflokki á landsvísu) í bandarísku háskólaglímunni og varð meistari í efstu deild glímunnar 2008. Honum hefur gengið nokkuð vel á sínum ferli í UFC og aðeins tapað gegn Rashad Evans.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Aldrei verið rotaður (eða kýldur niður) eða tapað eftir uppgjafartak
- Fær að meðaltali aðeins 1,16 högg í sig á mínútu sem er það 4. lægsta í sögu UFC
- Mun leitast við að taka Johnson niður
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Hefur keppt í veltivigt, millivigt, léttþungavigt og þungavigt
- 11 sigrar eftir rothögg
- Mun sennilega reyna að halda bardaganum standandi og rota Phil Davis
Luke Rockhold byrjaði MMA feril sinn sem glímumaður en að mati þjálfara sinna er hann orðinn jafn góður í sparkboxinu. Hann var Strikeforce millivigtarmeistarinn áður en samtökin lögðu upp laupana. Rockhold er frábær sparkari en einnig afar fær glímumaður og því óhætt að segja að hann sé jafnvígur alls staðar.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- 9 af 11 sigrum hans hafa komið eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotu
- Æfir hjá AKA (American Kickboxing Academy) ásamt Daniel Cormier og Cain Velasquez
- Mun sennilega reyna að halda Boetsch frá sér með spörkunum sínum
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Átti frábæra endurkomu gegn Yushin Okami eftir að hafa tapað fyrstu tveimur lotunum sannfærandi
- Rekur garðvinnufyrirtæki meðfram UFC ferli sínum
- Með harða höku
Jim Miller er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Miller er ekki bardagamaður sem kemur til með að leggjast á andstæðinga sína og halda þeim niðri heldur stefnir hann alltaf að því að klára andstæðing sinn. Hann var á sjö bardaga sigurgöngu um tíma og var nálægt því að fá titilbardaga.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Hefur þrisvar fengið bónus fyrir bardaga kvöldsins og þrisvar fyrir uppgjafartak kvöldsins
- 13 sigrar eftir uppgjafartök
- Bróðir hans, Dan Miller, berst einnig í UFC.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Var 110 kg áður en hann hóf að æfa MMA en keppir nú í léttvigt (70 kg)
- Mun reyna að halda bardaganum standandi
- Er með fimm sigra eftir rothögg eða uppgjafartak í fyrstu lotu
Max Holloway er 22 ára gamall en er þrátt fyrir ungan aldur búinn með 11 bardaga og hefur barist sem atvinnumaður frá því að hann var 18 ára.
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Vill halda bardaganum standandi
- Tapaði síðast gegn Conor McGregor
- Sigraði Harris Sarmiento í sínum þriðja bardaga en Sarmiento var þá búinn með 53 bardaga
3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann
- Æfir hjá Uriah Faber í Team Alpha Male (einn virtasti bardagaklúbbur veraldar)
- Eina tapið hans kom vegna hnémeiðsla
- 7 sigrar eftir rothögg