„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. apríl 2014 11:28 "Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís. „Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Mín staða er auðvitað í lausu lofti og örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs sem stillir upp listanum,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar Í bítið. Yfirleitt sé það þannig að sá sem er í öðru sæti færist upp þegar sá sem er í fyrsta sæti víkur af lista. „Ég hef talað um það allan tímann að ég skorast ekki undan ábyrgð,“ segir Guðrún Bryndís. Í byrjun apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hygðist ekki leiða Framsóknarmenn í komandi kosningum. Í kjölfarið var skorað á Guðna Ágústsson, fyrrum ráðherra flokksins á Alþingi, að taka að sér að leiða listann. Í yfirlýsingu frá Guðna í gær sagðist hann hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða listann. Það sagðist hann gera að „vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína.Hefur bæði reynslu og menntun í leiðtogahlutverkið Guðrún Bryndís segist bera fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem að flokkurinn tekur um hverja þeir vilji bjóða kjósendum upp á. Hún er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingafræði. Guðrún var sett í annað sætið á sínum tíma af uppstillinganefndinni sem ákveðið mótvægi við Óskar að sögn Guðrúnar. Þar hafi átt að mætast ákveðin þekking á borgarmálum annars vegar og hinsvegar mikil reynsla af borgarmálum. „En þegar hann fór þá breyttist þetta allt,“ segir hún. Hennar sérsvið er sjúkrahússkipulag og fyrir það sérsvið hóf hún fyrst að starfa á vegum Framsóknarflokksins. „Ég var beðin um að hjálpa og hafa áhrif á mótun stefnu framsóknar i heilbrigðismálum og ég hlýddi því kalli,“ segir Guðrún Bryndís. „Ég tek mig geta sinnt því vel og verkefni sem ég tek að mér ég hef metnað til að leysa þau vel,“ segir Guðrún Bryndís, um það hvort hún hafi áhuga og vilja til þess að leitt flokkinn. „Ég hef bæði reynslu og menntun í að taka þetta hlutverk.“ Uppstillinganefndin hefur engu svarað um hvort hún fái að taka sætið. „Ég er að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að ég veit ekki hvernig stjórnmál virka,“ segir hún. „Það getur vel verið að það sé verið að sýna mér tillitsemi með því að vera ekki að blanda mér í þessa ólgu sem virðist vera og það er bara virðingavert.“ Ákvörðun Guðna kom á óvart Guðrún Bryndís segir það hafa komið sér mjög á óvart að Guðni skyldi ekki taka slaginn. „En það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun og ég ber virðingu fyrir því. Hann er mjög öflugur stjórnmálamaður þannig að hann hefur tekið ákvörðun sem byggir á hans reynslu,“ segir hún.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira