Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 24. apríl 2014 13:13 Ágúst Elí fór aftur á kostum í FH-markinu í kvöld. Vísir/daníel FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. FH vann auðveldan sigur í fyrsta leik liðanna og var viðbúið að annað yrði uppi á teningnum í kvöld og sú var raunin þó FH hafi landað sigrinum. Haukar mættu mjög ákveðnir til leiks en um miðbik fyrri hálfleiks mistókst liðinu að nýta sér leikkafla þegar liðið var þremur leikmönnum fleiri í mínútu og nítján sekúndur. Þá snérist leikurinn FH í vil sem var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst mest fimm mörkum yfir 15-10. FH lék frábæra vörn og Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í markinu. Eins og oft í vetur hrökk vörn Hauka í gang og Einar Ólafur Vilmundarson komst í stuð í markinu. Haukar náðu að jafna metin í 15-15 og varð leikurinn fyrir vikið æsispennandi. Hart var tekist á en Haukar náðu aldrei að komast yfir. Jafnt var þar til staðan var 18-18 og rúmar sex mínútur eftir. Þá skoraði Sigurður Ágústsson línumaður FH þrjú mörk í röð, allt eftir sendingar frá Ísaki Rafnssyni, og gerði út um leikinn ásamt því að Ágúst Elí varði mikilvæg skot í lokin. FH er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum á sunnudaginn þegar liðin mætast á Ásvöllum klukkan 16:00. Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar núnavísir/daníel„Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði Ísak Rafnsson sem fór mikinn í vörn FH auk þess sem hann var iðinn við að leika félaga sína uppi í sóknarleiknum. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak. Kristján: Þetta var gamli tíminn„Strákarnir eru að sýna frábæran karakter. Leikmenn voru komnir upp við vegg og tóku áskorun sem byrjaði gegn Fram og síðan hefur þessi ákveðna 6-0 vörn fært okkur fimm sigra í sex leikjum,“ sagði Kristján Arason annar þjálfara FH í leikslok. „Við höldum skipulagi þó við séum að missa gott forskot niður sem er mjög jákvætt. „Þetta var miklu meiri baráttuleikur af beggja hálfu, þetta var gamli tíminn,“ sagði Kristján um leikinn og baráttuna í kvöld. „Það var mikil barátta og mikill vilji í báðum liðum. Við náum að klára þetta í lokin en þetta var jafnt fram á síðustu mínútu. „Við búumst við sömu látum á sunnudaginn. Við förum í hvern leik til að sigra og ætlum að nýta þennan meðbyr sem við eru með. Við munum gera allt á sunnudaginn,“ sagði Kristján sem reiknar með að stóra verkefnið fyrir þjálfarana sé að halda liðinu á jörðinni eftir tvo góða sigra. „Það skiptir miklu máli og maður var smeykur fyrir þennan leik. Fyrstu sigurinn var svo auðveldur en þetta var meira í anda þess sem ég bjóst við,“ sagði Kristján að lokum. Patrekur: Einn séns í viðbót„Ég verð að hrósa strákunum. Vinnuframlagið var eins og ég óskaði eftir og viljinn til að hreyfa sig í vörninni var mjög góður. Sóknarlega fengum við aragrúa af færum og það er jákvætt,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við gáfumst aldrei upp en það vantaði herslumuninn og við erum komnir upp að vegg. Við þurfum að vinna á sunnudaginn. Auðvitað viljum við ekki sem deildarmeistarar, bikarmeistarar og allt það koma inn og vera 2-0 undir,“ sagði Patrekur sem þrátt fyrir tapið var mun sáttir við leik sinna manna í kvöld en á þriðjudaginn. „Við ætluðum að keyra betur fram en samt fannst mér þessi leikur miklu betri en leikurinn um daginn. „Vörnin var þéttari með Matthías (Árna Ingimarsson) og Jón (Þorbjörn Jóhannsson) á kostnað hraðaupphlaupanna en í síðsta leik var vörnin hriplek og því komu engin hraðaupphlaup. Því reynum við að byggja þetta á vörninni, þétta hana og þá koma vonandi hraðaupphlaupin. „Ég hef fulla trú á verkefninu. Auðvitað viljum við ekki vera í þessari stöðu en nú erum við upp við vegg. „Ég held að við höfum fundið góðar lausnir og liðsandinn er góður. Þetta eru flottir strákar. Við vitum að það er einn séns og ætlum að nýta hann,“ sagði Patrekur.vísir/daníelvísir/daníel Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. FH vann auðveldan sigur í fyrsta leik liðanna og var viðbúið að annað yrði uppi á teningnum í kvöld og sú var raunin þó FH hafi landað sigrinum. Haukar mættu mjög ákveðnir til leiks en um miðbik fyrri hálfleiks mistókst liðinu að nýta sér leikkafla þegar liðið var þremur leikmönnum fleiri í mínútu og nítján sekúndur. Þá snérist leikurinn FH í vil sem var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst mest fimm mörkum yfir 15-10. FH lék frábæra vörn og Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í markinu. Eins og oft í vetur hrökk vörn Hauka í gang og Einar Ólafur Vilmundarson komst í stuð í markinu. Haukar náðu að jafna metin í 15-15 og varð leikurinn fyrir vikið æsispennandi. Hart var tekist á en Haukar náðu aldrei að komast yfir. Jafnt var þar til staðan var 18-18 og rúmar sex mínútur eftir. Þá skoraði Sigurður Ágústsson línumaður FH þrjú mörk í röð, allt eftir sendingar frá Ísaki Rafnssyni, og gerði út um leikinn ásamt því að Ágúst Elí varði mikilvæg skot í lokin. FH er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum á sunnudaginn þegar liðin mætast á Ásvöllum klukkan 16:00. Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar núnavísir/daníel„Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði Ísak Rafnsson sem fór mikinn í vörn FH auk þess sem hann var iðinn við að leika félaga sína uppi í sóknarleiknum. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak. Kristján: Þetta var gamli tíminn„Strákarnir eru að sýna frábæran karakter. Leikmenn voru komnir upp við vegg og tóku áskorun sem byrjaði gegn Fram og síðan hefur þessi ákveðna 6-0 vörn fært okkur fimm sigra í sex leikjum,“ sagði Kristján Arason annar þjálfara FH í leikslok. „Við höldum skipulagi þó við séum að missa gott forskot niður sem er mjög jákvætt. „Þetta var miklu meiri baráttuleikur af beggja hálfu, þetta var gamli tíminn,“ sagði Kristján um leikinn og baráttuna í kvöld. „Það var mikil barátta og mikill vilji í báðum liðum. Við náum að klára þetta í lokin en þetta var jafnt fram á síðustu mínútu. „Við búumst við sömu látum á sunnudaginn. Við förum í hvern leik til að sigra og ætlum að nýta þennan meðbyr sem við eru með. Við munum gera allt á sunnudaginn,“ sagði Kristján sem reiknar með að stóra verkefnið fyrir þjálfarana sé að halda liðinu á jörðinni eftir tvo góða sigra. „Það skiptir miklu máli og maður var smeykur fyrir þennan leik. Fyrstu sigurinn var svo auðveldur en þetta var meira í anda þess sem ég bjóst við,“ sagði Kristján að lokum. Patrekur: Einn séns í viðbót„Ég verð að hrósa strákunum. Vinnuframlagið var eins og ég óskaði eftir og viljinn til að hreyfa sig í vörninni var mjög góður. Sóknarlega fengum við aragrúa af færum og það er jákvætt,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við gáfumst aldrei upp en það vantaði herslumuninn og við erum komnir upp að vegg. Við þurfum að vinna á sunnudaginn. Auðvitað viljum við ekki sem deildarmeistarar, bikarmeistarar og allt það koma inn og vera 2-0 undir,“ sagði Patrekur sem þrátt fyrir tapið var mun sáttir við leik sinna manna í kvöld en á þriðjudaginn. „Við ætluðum að keyra betur fram en samt fannst mér þessi leikur miklu betri en leikurinn um daginn. „Vörnin var þéttari með Matthías (Árna Ingimarsson) og Jón (Þorbjörn Jóhannsson) á kostnað hraðaupphlaupanna en í síðsta leik var vörnin hriplek og því komu engin hraðaupphlaup. Því reynum við að byggja þetta á vörninni, þétta hana og þá koma vonandi hraðaupphlaupin. „Ég hef fulla trú á verkefninu. Auðvitað viljum við ekki vera í þessari stöðu en nú erum við upp við vegg. „Ég held að við höfum fundið góðar lausnir og liðsandinn er góður. Þetta eru flottir strákar. Við vitum að það er einn séns og ætlum að nýta hann,“ sagði Patrekur.vísir/daníelvísir/daníel
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira