Tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik og líkamsárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 17:17 Gísli Þór Gunnarsson þegar Stokkseyrarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47
„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27