Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-27 | Ótrúleg endurkoma Hauka Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 1. maí 2014 00:01 Haukar fagna í dag. Vísir/vilhelm Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira