Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 28-23 | ÍBV í úrslit með stæl Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Daníel ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
ÍBV er komið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn Haukum eftir öruggan sigur á Val í Eyjum í dag. Leikurinn var skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu en Hvítu riddararnir, eins og stuðningsmenn ÍBV kalla sig, halda áfram að toppa sig í hverjum leik og eru svo sannarlega áttundi maðurinn fyrir Eyjamenn. Mörkin létu bíða eftir sér í dag því að markaskor liðanna var frekar lágt í upphafi leiks. Valsmenn komust í tvígang tveimur mörkum yfir en þeir spiluðu ógnvænlegan sóknarleik, fyrri helminn fyrri hálfleiks. Eftir það sýndi Agnar Smári Jónsson sitt rétta andlit og skaut uppeldisfélag sitt í kaf en Agnar Smári er á láni frá Valsmönnum. Kolbeinn Aron Arnarson, markvörður Eyjamanna, átti frábæran leik en hann varði hvert skotið á fætur öðru í marki heimamanna. Þegar Valsmenn komust í 5-6 skiptu Eyjamenn um gír og skoruðu fimm mörk í röð, á þeim kafla varði Kolbeinn vítakast frá Finni Inga Stefánssyni sem hafði verið frábær í fyrri viðureignum liðanna. Allt virtist ætla að ganga upp hjá heimamönnum undir lok fyrri hálfleiks en nokkuð vel tókst til að smala fólki á leikinn og mættu hátt í 1.000 manns. ÍBV leiddi leikinn með fimm mörkum í leikhléi eftir að hornamenn liðsins, þeir Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson röðuðu inn mörkunum. Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en þá komust þeir átta mörkum yfir stuttu eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Ólafur Stefánsson og Ragnar Óskarsson virtust vera ráðalausir á hliðarlínunni en þjálfarar heimamanna höfðu svör við öllum sóknar- og varnaraðgerðum þeirra. Valsmenn eygðu von þegar að um tíu mínútur voru eftir en þá tókst þeim að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn niður í þrjú mörk. Eyjamenn nýttu sínar sóknir vel og voru alls ekki að flýta sér en þeim tókst samt að raða inn mörkunum með markahæsta mann leiksins, Theodór Sigurbjörnsson fremstan í flokki. Eftir því sem sóknirnar lengdust leið tíminn og Eyjamenn sigldu heim nokkuð þægilegum fimm marka sigri sem þeir fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum sínum að leik loknum. Lokatölur voru 28-23 og fara Eyjamenn því í úrslitaeinvígið gegn Haukum.Ólafur Stefánsson: Lélegar sóknarákvarðanir „Fyrst og fremst náum við ekki að leysa vörnina þeirra, þeir fá prik fyrir það eins og ég hef oft sagt. Það var ekki fyrr en við tókum vestið á þetta sem það fór aðeins að rúlla en við erum fyrst og fremst að tapa á lélegum sóknarákvörðunum,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara, eftir leik sinna manna gegn Eyjamönnum í dag. „Við erum alveg með þá í vörninni en við bara skorum ekki. Þeir eru að skora úr einhverjum hraðaupphlaupum og komast í sjö marka forskot, eftir það settum við vestið inn á en vörnin var allan tímann solid og við gáfumst aldrei upp.“ „Við þökkum ÍBV fyrir góðan „fight“ við hefðum getað gert okkur þetta aðeins auðveldara og klárað þetta í seinasta leik,“ bætti Ólafur við en hann vill meina að leikmenn hans séu orðnir betri leikmenn en þegar hann tók við liðinu og bað sína menn að afsaka allar þær villur sem hann hafði gert á árinu.Arnar Pétursson: Húsið var okkar áttundi og níundi maður „Við unnum þetta á fullt af hlutum. Meðal annars varnarleiknum sem var frábær. Allt liðið er frábært og við erum með besta varnarmann deildarinnar, Sindra Haraldsson, það er unaður að horfa á hann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir að hans menn tryggðu sig inn í úrslitaeinvígið. „Mér fannst við oft á tíðum ná glimrandi sóknum þar sem við fengum frábær færi. Húsið var frábært í kvöld og er klárlega okkar áttundi og níundi maður.“ „Við mætum frábæru liði Hauka í úrslitum og það er hlutverk mitt og Gunnars að virkja menn og fá þá til þess að fókusera á verkefnið,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur með niðurstöðuna og sagði að hans menn væru ekki saddir fyrir lokasprettinn.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira