Körfubolti

Ellefu ár síðan að Hildur var kosin best í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Vísir/Daníel
Hildur Sigurðardóttir var í kvöld kosin besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta á þessu tímabili en hún fór fyrir liði Snæfells sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Hildur var að hljóta þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en hún var einnig kosin best tímabilin 2002-03 og 2003-04 þegar hún lék með KR. Það eru því ellefu ár síðan að Hildur var kosin best í fyrsta sinn.

Hildur jafnaði þar með met Önnu Maríu Sveinsdóttur en það liðu einnig ellefu ár á milli þess að Anna María var kjörin best í fyrsta sinn árið 1988 þar til að hún fékk þessi verðlaun í sjötta og síðasta sinn vorið 1999.

Hildur er fimmta konan sem nær því að vera kosin þrisvar sinnum besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna og er nú sú eina ásamt Signýju Hermannsdóttur sem hefur verið kosin besti leikmaðurinn með tveimur félögum.

Oftast valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna:

6 sinnum - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík

3 sinnum - Hildur Sigurðardóttir, KR og Snæfell

3 sinnum - Helena Sverrisdóttir, Haukum

3 sinnum - Linda Jónsdóttir, KR

3 sinnum - Pálína María Gunnlaugsdóttir, Keflavík

2 sinnum - Signý Hermannsdóttir, Val og KR

2 sinnum - Linda Stefánsdóttir, ÍR


Tengdar fréttir

Ingi Þór valinn besti þjálfarinn á afmælisdaginn sinn

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, var í kvöld valinn besti þjálfari Dominos-deildar kvenna í körfubolta á tímabilinu en hann stýrði Snæfellsliðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í vetur.

Martin fyrstur til að vera bestur eins og pabbi

KR-ingurinn Martin Hermannsson var í kvöld kosinn besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfubolta en þessi 19 ára strákur átti frábært tímabil með Íslandsmeistaraliði KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×