Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 13:55 Mynd/Svarta Kaffi Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid. Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid.
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26