Sutil svelti sig í tvo daga til að léttast Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2014 23:00 Adrian Sutil er með hávöxnustu ökumönnum í Formúlu 1. Hann er að ræða við Lewis Hamilton. Vísir/Getty Adrain Sutil ökumaður Sauber liðsins hefur greint frá því að hann hafi sleppt því að borða í tvo daga í örvæntingarfullri tilraun til að léttast. Ný kynslóð véla sem tekin var í notkun í ár er þyngri en forveri hennar. Það hefur leitt til þess að bílarnir eru ekki í eins góðu jafnvægi og áður. Samkvæmt tæknireglugerðinni verður bíllinn með ökumanni að vera að minnsta kosti 691 kg. Nú þegar vélin er þyngri er minna hægt að nýta af lóðum. Þau voru áður sett á útvalda staði til að auka jafnvægi og bæta aksturseiginleika bílsins. Liðin hafa gripið til þess ráðs að senda ökumenn sína í megrun. Ekki er þó af miklu að taka enda eru Formúlu 1 ökumenn allir í mjög góðu formi fyrir. Tilgangurinn er að færa þyngdina á hentugari staði í bílnum en ökumannssætið, með lóðum. „Ég prófaði aðeins hér og þar. Tveir dagar án matar og bara drekka, ég prófaði það. Það var ekki auðvelt, en áhugavert að sjá hver viðbrögðin voru. Ég er samt að borða núna, sem er betra. Æfingakerfið mitt hefur breyst, vegna þess að ég þurfti að missa vöðva svo ég get hlaupið, en hjólreiðar byggja bara upp vöðva og það þunga vöðva, svo maður þarf að forðast svoleiðis hluti,“ sagði Sutil um sínar leiðir til að léttast. Umræða um hættur þess að svelta sig til að léttast hafa skapast í Formúlu 1. Hugmyndir um lágmarks líkamsþyngdarstuðul (BMI) hafa heyrst. Slík regla er líkleg til að auka forskot lágvaxnari ökumanna. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Adrain Sutil ökumaður Sauber liðsins hefur greint frá því að hann hafi sleppt því að borða í tvo daga í örvæntingarfullri tilraun til að léttast. Ný kynslóð véla sem tekin var í notkun í ár er þyngri en forveri hennar. Það hefur leitt til þess að bílarnir eru ekki í eins góðu jafnvægi og áður. Samkvæmt tæknireglugerðinni verður bíllinn með ökumanni að vera að minnsta kosti 691 kg. Nú þegar vélin er þyngri er minna hægt að nýta af lóðum. Þau voru áður sett á útvalda staði til að auka jafnvægi og bæta aksturseiginleika bílsins. Liðin hafa gripið til þess ráðs að senda ökumenn sína í megrun. Ekki er þó af miklu að taka enda eru Formúlu 1 ökumenn allir í mjög góðu formi fyrir. Tilgangurinn er að færa þyngdina á hentugari staði í bílnum en ökumannssætið, með lóðum. „Ég prófaði aðeins hér og þar. Tveir dagar án matar og bara drekka, ég prófaði það. Það var ekki auðvelt, en áhugavert að sjá hver viðbrögðin voru. Ég er samt að borða núna, sem er betra. Æfingakerfið mitt hefur breyst, vegna þess að ég þurfti að missa vöðva svo ég get hlaupið, en hjólreiðar byggja bara upp vöðva og það þunga vöðva, svo maður þarf að forðast svoleiðis hluti,“ sagði Sutil um sínar leiðir til að léttast. Umræða um hættur þess að svelta sig til að léttast hafa skapast í Formúlu 1. Hugmyndir um lágmarks líkamsþyngdarstuðul (BMI) hafa heyrst. Slík regla er líkleg til að auka forskot lágvaxnari ökumanna.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira