Dagur segir að sér hafi „orðið það á“ að lofa því að fljúga utan ef Pollapönk kæmist í úrslit. Það gerði hann í kjölfar þess að hann „skúbbaði“ óvart hverjir væru bakraddarsöngvarar Pollapönks er hann sá liðsmenn sveitarinnar í myndatöku á Tjörninni í Reykjavík. Eftir frammistöðu kvöldsins og úrslit sé það ekki lengur spurning. Hann sé á útleit.
„Ég geri hlé á kosningabaráttunni á meðan,“ segir Dagur sem notar samfélagsmiðla mikið til að ná til kjósenda. Flugmiðinn sé klár og nú eigi hann bara eftir að verða sér úti um miða á úrslitakvöldið en á það er löngu uppselt.