Markaregn í Borgunarbikarnum | Óvæntur sigur KFS Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 21:34 Tryggvi er strax byrjaður að skora fyrir KFS. Vísir/GVA Fyrsta umferð Borgunarbikars karla hófst í gær með leik Leiknis F og Hattar, þar sem Leiknismenn höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveimur. Í dag fóru svo fram 18 leikir í Borgunarbikarnum.Tryggvi Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir 4. deildarlið KFS þegar liðið vann Gróttu á Helgafellsvelli í dag. Gróttumenn, sem leika í 2. deild, komust yfir með marki PétursMás Harðarsonar og leiddu í hálfleik 1-0. Í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar og við og KFS tryggði sér 3-1 sigur með mörkum frá Guðjóni Ólafssyni, Gauta Þorvarðarsyni og Tryggva, sem gekk í raðir KFS á dögunum.Atli Eðvaldsson og lærisveinar hans í Aftureldingu unnu 2-1 útisigur á Mídasi. Fjarðabyggð sigraði Einherja á Norðfjarðarvelli með fimm mörkum gegn einu. Andri Jónasson skoraði þrennu fyrir Fjarðabyggð. Njarðvík bar 3-1 sigurorð af KB á Njarðtaksvellinum. Pawel Grudzinski, Einar Þór Kjartansson og Aron Freyr Róbertsson skoruðu mörk heimamanna, en Garðar Geirsson skoraði mark Breiðhyltinga.Aðalsteinn Jóhann Friðriksson skoraði þrennu þegar Völsungur valtaði yfir Nökkva, 11-0, á Húsavík. Skínandi úr Garðabæ vann einnig 11-0 sigur í dag, á liði Afríku á Samsung vellinum. Ágúst Leó Björnsson skoraði sjö af mörkum Skínanda. Þá vann Hamar lið Snæfells á Grýluvelli með sex mörkum gegn einu. Samúel Arnar Kjartansson skoraði þrennu fyrir Hvergerðinga. Fjórir leikir fara fram á morgun.Öll úrslit dagsins í Borgunarbikarnum: KFS 3-1 Grótta Augnablik 7-1 Léttir Njarðvík 3-1 KB Kría 1-3 Vængir Júpíters Elliði 2-1 Örninn Fjarðabyggð 5-1 Einherji Völsungur 11-0 Nökkvi KH 6-3 Kóngarnir KFR 2-0 Álftanes Árborg 1-1 Víðir (Víðir áfram eftir vítaspyrnukeppni) Mídas 1-2 Afturelding Hamar 6-1 Snæfell Skínandi 11-0 Afríka Magni 9-1 Hamrarnir Stokkseyri 0-1 Ármann Grundarfjörður 5-1 Vatnarliljurnar ÍH 3-1 Ísbjörninn KFG 4-0 Gnúpverjar Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Fyrsta umferð Borgunarbikars karla hófst í gær með leik Leiknis F og Hattar, þar sem Leiknismenn höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveimur. Í dag fóru svo fram 18 leikir í Borgunarbikarnum.Tryggvi Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir 4. deildarlið KFS þegar liðið vann Gróttu á Helgafellsvelli í dag. Gróttumenn, sem leika í 2. deild, komust yfir með marki PétursMás Harðarsonar og leiddu í hálfleik 1-0. Í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar og við og KFS tryggði sér 3-1 sigur með mörkum frá Guðjóni Ólafssyni, Gauta Þorvarðarsyni og Tryggva, sem gekk í raðir KFS á dögunum.Atli Eðvaldsson og lærisveinar hans í Aftureldingu unnu 2-1 útisigur á Mídasi. Fjarðabyggð sigraði Einherja á Norðfjarðarvelli með fimm mörkum gegn einu. Andri Jónasson skoraði þrennu fyrir Fjarðabyggð. Njarðvík bar 3-1 sigurorð af KB á Njarðtaksvellinum. Pawel Grudzinski, Einar Þór Kjartansson og Aron Freyr Róbertsson skoruðu mörk heimamanna, en Garðar Geirsson skoraði mark Breiðhyltinga.Aðalsteinn Jóhann Friðriksson skoraði þrennu þegar Völsungur valtaði yfir Nökkva, 11-0, á Húsavík. Skínandi úr Garðabæ vann einnig 11-0 sigur í dag, á liði Afríku á Samsung vellinum. Ágúst Leó Björnsson skoraði sjö af mörkum Skínanda. Þá vann Hamar lið Snæfells á Grýluvelli með sex mörkum gegn einu. Samúel Arnar Kjartansson skoraði þrennu fyrir Hvergerðinga. Fjórir leikir fara fram á morgun.Öll úrslit dagsins í Borgunarbikarnum: KFS 3-1 Grótta Augnablik 7-1 Léttir Njarðvík 3-1 KB Kría 1-3 Vængir Júpíters Elliði 2-1 Örninn Fjarðabyggð 5-1 Einherji Völsungur 11-0 Nökkvi KH 6-3 Kóngarnir KFR 2-0 Álftanes Árborg 1-1 Víðir (Víðir áfram eftir vítaspyrnukeppni) Mídas 1-2 Afturelding Hamar 6-1 Snæfell Skínandi 11-0 Afríka Magni 9-1 Hamrarnir Stokkseyri 0-1 Ármann Grundarfjörður 5-1 Vatnarliljurnar ÍH 3-1 Ísbjörninn KFG 4-0 Gnúpverjar
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira