Hamilton verður nær ósigrandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 19:30 Lewis Hamilton byrjar tímabilið frábærlega. Vísir/Getty Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár. Formúla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár.
Formúla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira