Rosberg: Lúðra púströrið virkar ekki

Rosberg segir þá lausn ekki hafa skilað tilætluðum árangri í dag. Mercedes fjarlægði lúðurinn eftir 13 hringi og setti venjulega púströrið á aftur.
„Því miur breytti það engu svo við verðum að halda áfram að reyna. Við viljum, sem lið, auka hávaðan fyrir íþróttina. Við verðum að halda áfram og reyna aðrar lausnir vegna þess að þetta var ekki rétta lausnin. Það breyttist ekkert,“ sagði Rosberg.
Dagurinn var annars góður fyrir Rosberg.
„Við unnum með bremsurnar, sem dæmi, vegna þess að það er atriði sem hefur verið að hrjá mig í ár, við erum að vinna að lausnum þar. Það er margt áhugavert sem kemur í ljós þar, en annars erum mörg mismunandi atriði tengd vélinni og allt þar í kring. Þeir eru svo verðmætir, dagar sem þessir. Yfir keppnishelgi getur þú ekki prófað neitt svona vegna þess að engar tvær prófanir eru eins og á degi sem þessum getur allt verið eins, með nýjum dekkjum og sama eldsneytismagni. Þú lærir svo mikið,“ sagði Rosberg að lokum.
Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Hvað er að frétta frá Spáni?
Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar.

Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni
Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt.

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Max Chilton á Marussia fljótastur
Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag.

Tilraunir til að auka hávaða á Spáni
Formúla 1 stefnir á meiri hávaða frá og með kanadíska kappakstrinum. Ýmsar aðferðir til þess verða prófaðar á æfingum eftir spænska kappaksturinn.