Ætla að skera upp landbúnaðarkerfið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2014 19:00 Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent