Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík 13. maí 2014 10:08 Ég og vinur minn Steinþór Hróar (Steindi jr.) í búleik. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Stutt kynning - Fyrrverandi kúasmali á Mosfelli og frjálsíþróttafrík á Varmárvelli. - Var sjálfstæðismaður þegar ég var átta ára og framsóknarmaður tólf ára. Síðan hefur margt breyst. - Ætlaði að verða flugmaður þegar ég var ungur drengur. - Lék á trompet í Skólahljómsveit Mosfellssveitar og töfraspegilinn í leikritinu Mjallhvíti hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. - Lærði latínu og forngrísku í Þýskalandi en glímu á Laugarvatni. - Hef skrifað margar bækur, bæði sagnfræðirit og skáldskap, þær síðustu í lazy-boy, mjög þægilegt. - Farandsmali á haustin í Þingvallasveit og Kjós. - Hef alltaf fylgst náið með stjórnmálum vegna þess að lífið er pólitík. - Kjörorð mitt er: Njótum lífsins, drepum ekki tímann með leiðindum; enginn tími til þess! Stefnumál Bjarka má sjá í myndbandinu hér að neðan. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hundar eða kettir? Hundakisur. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar við fæðumst. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu. Hvernig bíl ekur þú? Kia-épplingi. Besta minningin? Dagurinn í dag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Hverju sérðu mest eftir? Það þýðir lítið að gráta liðna tíma en maður lærir alltaf af reynslunni. Draumaferðalagið? Sá draumur rættist árið 2007 þegar ég fór í hjólaferð um Færeyjar. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var mikið á togurum hér í eina tíð. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar mig dreymdi að lífið væri ekki skrýtið. Hefur þú viðurkennt mistök? Já. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum og barnabörnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Mosfellskirkja skipar sérstakan sess í huga mínum. Ég er alinn upp á Mosfelli og fylgdist náið með byggingu kirkjunnar. Hér fermdist ég vorið 1966 hjá föður mínum, séra Bjarna Sigurðssyni, og man vel ritningarorðin sem ég valdi mér: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. – Þarf að segja nokkuð fleira? Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Stutt kynning - Fyrrverandi kúasmali á Mosfelli og frjálsíþróttafrík á Varmárvelli. - Var sjálfstæðismaður þegar ég var átta ára og framsóknarmaður tólf ára. Síðan hefur margt breyst. - Ætlaði að verða flugmaður þegar ég var ungur drengur. - Lék á trompet í Skólahljómsveit Mosfellssveitar og töfraspegilinn í leikritinu Mjallhvíti hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. - Lærði latínu og forngrísku í Þýskalandi en glímu á Laugarvatni. - Hef skrifað margar bækur, bæði sagnfræðirit og skáldskap, þær síðustu í lazy-boy, mjög þægilegt. - Farandsmali á haustin í Þingvallasveit og Kjós. - Hef alltaf fylgst náið með stjórnmálum vegna þess að lífið er pólitík. - Kjörorð mitt er: Njótum lífsins, drepum ekki tímann með leiðindum; enginn tími til þess! Stefnumál Bjarka má sjá í myndbandinu hér að neðan. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hundar eða kettir? Hundakisur. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar við fæðumst. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu. Hvernig bíl ekur þú? Kia-épplingi. Besta minningin? Dagurinn í dag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Hverju sérðu mest eftir? Það þýðir lítið að gráta liðna tíma en maður lærir alltaf af reynslunni. Draumaferðalagið? Sá draumur rættist árið 2007 þegar ég fór í hjólaferð um Færeyjar. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var mikið á togurum hér í eina tíð. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar mig dreymdi að lífið væri ekki skrýtið. Hefur þú viðurkennt mistök? Já. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum og barnabörnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Mosfellskirkja skipar sérstakan sess í huga mínum. Ég er alinn upp á Mosfelli og fylgdist náið með byggingu kirkjunnar. Hér fermdist ég vorið 1966 hjá föður mínum, séra Bjarna Sigurðssyni, og man vel ritningarorðin sem ég valdi mér: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. – Þarf að segja nokkuð fleira?
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08