Eftir seinni þjónustuhlé Mercedes manna hóf Rosberg árás á Hamilton. Síðustu tíu hringir keppninnar voru virkilega spennandi. Enda hugsanlegt að heimsmeistarakeppni ökumanna ráðist á innanbúðar baráttu Mercedes manna.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel fór hamförum eftir að hafa ræst í 15. sæti sökum 5 sæta refsingar. Það þurfti af skipta um gírkassa eftir tímatökuna. Vettel sýndi hvers hann er megnugur og endaði í 4. sæti.
Ferrari ökumennirnir börðust sín á milli alla keppnina, Fernando Alonso hafði að lokum betur gegn Kimi Raikkonen. Alonso var á ferskari dekkjum og nýtti sér gripmuninn til að taka fram úr Raikkonen.

„Ég þurfti einn hring í viðbót til að ná honum, þá hefði ég virkilega látið á það reyna,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum.
„Þeir (Mercedes) eru langt á undan og viðburðalítil keppni var alltaf það sem við vildum þar sem ég byrjaði í þriðja sæti og vildi halda því. Ég veit ég fæ að halda því í þetta skipti,“ sagði Ricciardo eftir að hafa tryggt sér sitt fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1, sem hann fær að halda. Hann endaði líka í þriðja sæti í Ástralíu en var dæmdur úr keppni þar.
„Liðið gerði eins og það gat, við enduðum í þriðja og fjórða sæti. Við komum aftur í næstu keppni og reynum aftur að ná Mercedes,“ sagði Vettel eftir keppnina.
Maldonado hefur fengið enn einn punktinn á leyfið sitt. Hann er nú kominn með 4 punkta í fimm keppnum. Tólf punktar myndu gera það að verkum að hann yrði í banni í eina keppni.

Romain Grosjean náði í fyrstu stig Lotus á tímabilinu.
1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig
2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig
3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig
4.Sebastian Vettel - Red Bull - 12 stig
5.Valtteri Bottas - Williams - 10 stig
6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig
7.Kimi Raikkonen - Ferrari - 6 stig
8.Romain Grosjean - Lotus - 4 stig
9.Sergio Perez - Force India - 2 stig
10.Nico Hulkenberg - Foce India - 1 stig
11.Jenson Button - McLaren
12.Kevin Magnussen - McLaren
13.Felipe Massa - Williams
14.Daniil Kvyat - Toro Rosso
15.Pastor Maldonado - Lotus
16.Esteban Gutierrez - Sauber
17.Adrian Sutil - Sauber
18.Jules Binachi - Marussia
19.Max Chilton - Marussia
20.Marcus Ericsson - Caterham
Kamui Kobayashi - Caterham - hætti vegna bremsubilunar
Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - hætti vegna pústkerfisbilunar
Næsta keppni tímabilsins er hinn rómaði Mónakó kappakstur sem fer fram 25. maí.