Lífið

Evrópa ekki tilbúin fyrir fordómaleysi?

Ingvar Haraldsson skrifar
Pollapönkarar eftir flutning sinn með starfsmanni keppninnar.
Pollapönkarar eftir flutning sinn með starfsmanni keppninnar. Vísir/Aðsend
Þrátt fyrir frábæra frammistöðu Pollapönk og fallegan boðskap endaði framlag drengjanna í 15 sæti af 26 þjóðum í Eurovision í kvöld. Því má velta því upp hvort Evrópa sé tilbúin fyrir „Enga fordóma“?

Framlag Íslands fékk mest átta stig frá vinaþjóð okkar San Marínó.

En fyrst að hinn stórkostlegi klæðskiptingur Conchita Wurst fór með sigur að hólmi mætti segja að boðskapur Pollapönkara hafi náð í gegn eftir allt saman og að þeir séu jafnvel hinir sönnu sigurvegarar kvöldsins.

Enda sagði Felix Bergsson kynnir kvöldsins um sigur Wurst: „Að ef þetta er ekki að gefa hinum fordómafullu langt nef í eitt skipti fyrir öll þá veit ég ekki hvað."


Tengdar fréttir

Dagur hitti Johnny Logan

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann sigursælasta keppanda í sögu Eurovision, Johnny Logan.

,,Kallinn er í fáránlegu stuði''

Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×