Hver nær yfirhöndinni | Svara Haukar á pöllunum? Guðmunndur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 14:00 Áhorfendur, Sigurbergur og Einar Pétur halda í sér andanum í þann mund sem Guðni skorar. VÍSIR/VILHELM Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira