Hver er þessi Zak Cummings? Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. maí 2014 21:45 Zak Cummings er næsti andstæðingur Gunnars Nelson. Vísir/Getty Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05