Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 4-1 | Víkingar áfram eftir framlengingu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 28. maí 2014 16:21 Búlgarinn Todor Hristov skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti. Vísir/Daníel Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki