Ekki spenntir fyrir vindmyllum á hafi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2014 14:45 Vindmyllan við vesturströnd Noregs. Statoil/Öyvind Hagen. „Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent