Veðrið lék hvorki við keppendur né áhorfendur en þrátt fyrir það komu um 1.000 manns til þess að fylgjast með keppninni.
Ívar Guðmundsson á Kölska varð hlutskarpastur í keppni helgarinnar í götubílaflokki með 1.597 stig. Í öðru sæti varð Steingrímur Bjarnason á Strumpinum með 1.270 stig.
Sævar Már Gunnarsson á Bruce Willys kom þar rétt á eftir með 1.239 stig. Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum varð svo fjórði en hann fékk 1.090 stig.
Í flokki sérútbúinna götubíla vann Jón Vilberg Gunnarsson yfirburðasigur en hann fékk 1.253 stig á meðan Sigfús Gunnar Benediktsson fékk aðeins 713 stig.
Í sérútbúna flokknum vann Elmar Jón Guðmundsson á Heimasætunni. Hann fékk 1.331 stig en Valdimar Jón Sveinsson á Crash Hard fékk 1.297 stig. Helgi Gunnlaugsson á Gærunni fékk 1.240 stgi að þessu sinni og Benedikt Helgi Sigfússon á Hlunknum fékk 1.140 stig.
Fleiri myndir úr keppninni má sjá hér að neðan.
![](https://www.visir.is/i/E800E87B9FF0307D3BDAD90C203E227C71B7B59F8C21545FB9A7D5FF91E7F948_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/15CCDBE3BC1BB7CBFC66EC867A7DF0AC13C0214CA04222FBF9EC78C52E88952A_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/D3CC8CA0AC6B5D3F5452149A5A7F899403004196667BAA4FCD3248761D371EE1_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/AAF21E9AB04B521176B96CCB066824EC18BB85416D91134CB8C147D7412A65CC_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/11FB0FD14391A48D4569AC0FFA01E9B53F57ABAC43EA52EF3AE38C78A76DD292_713x0.jpg)