Sögulegar kosningar Hrund Þórsdóttir skrifar 25. maí 2014 13:48 Íbúar í borginni Lviv í vestanverðri Úkraínu greiða atkvæði í dag. Vísir/AFP Forsetakosningar í Úkraínu fara fram í dag og voru kjörstaðir opnaðir um klukkan fimm að íslenskum tíma í morgun. Um 35 milljónir eru á kjörskrá og stendur valið á milli 18 frambjóðenda í þessum sögulegu kosningum sem gætu haft úrslitaáhrif á framtíð landsins. Skoðanakannanir benda til sigurs auðkýfingsins Petrós Porosjenkó og gæti hann jafnvel fengið meira en helming atkvæða strax í fyrri umferð. Ef enginn nær meirihluta þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu og þá má búast við að keppinautur Petrós verði fyrrverandi forsætisráðherrann, Júlía Tímósjenkó. Margir hafa fallið í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna síðustu daga og ætla aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum ekki að láta kosningarnar afskiptalausar heldur hóta frekara ofbeldi. Ljóst er því að íbúar í austurhluta landsins munu margir eiga erfitt með að komast á kjörstaði en settir hafa verið upp bráðabirgðakjörstaðir utan við borgir sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Fáir kjörstaðir hafa verið opnaðir í héruðum eins og Luhansk og Donetsk og hafa aðskilnaðarsinnar víða fjarlægt kjörgögn. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að þau muni viðurkenna niðurstöður kosninganna og vinna með tilvonandi forseta Úkraínu. Kjörstaðir munu loka klukkan fimm um dag að íslenskum tíma. Úkraína Tengdar fréttir Rússland mun virða útkomu kosninga í Úkraínu Pútin sagðist einnig vona að nýr forseti myndi stöðva hernaðaraðgerðir í austurhluta landsins. 23. maí 2014 20:50 „Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20 Pútín segir borgarastyrjöld ríkja í Úkraínu Rússlandsforseti fjallaði um málefni Úkraínu í ræðu sinni í Pétursborg í dag. 23. maí 2014 11:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Forsetakosningar í Úkraínu fara fram í dag og voru kjörstaðir opnaðir um klukkan fimm að íslenskum tíma í morgun. Um 35 milljónir eru á kjörskrá og stendur valið á milli 18 frambjóðenda í þessum sögulegu kosningum sem gætu haft úrslitaáhrif á framtíð landsins. Skoðanakannanir benda til sigurs auðkýfingsins Petrós Porosjenkó og gæti hann jafnvel fengið meira en helming atkvæða strax í fyrri umferð. Ef enginn nær meirihluta þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu og þá má búast við að keppinautur Petrós verði fyrrverandi forsætisráðherrann, Júlía Tímósjenkó. Margir hafa fallið í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna síðustu daga og ætla aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum ekki að láta kosningarnar afskiptalausar heldur hóta frekara ofbeldi. Ljóst er því að íbúar í austurhluta landsins munu margir eiga erfitt með að komast á kjörstaði en settir hafa verið upp bráðabirgðakjörstaðir utan við borgir sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Fáir kjörstaðir hafa verið opnaðir í héruðum eins og Luhansk og Donetsk og hafa aðskilnaðarsinnar víða fjarlægt kjörgögn. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að þau muni viðurkenna niðurstöður kosninganna og vinna með tilvonandi forseta Úkraínu. Kjörstaðir munu loka klukkan fimm um dag að íslenskum tíma.
Úkraína Tengdar fréttir Rússland mun virða útkomu kosninga í Úkraínu Pútin sagðist einnig vona að nýr forseti myndi stöðva hernaðaraðgerðir í austurhluta landsins. 23. maí 2014 20:50 „Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20 Pútín segir borgarastyrjöld ríkja í Úkraínu Rússlandsforseti fjallaði um málefni Úkraínu í ræðu sinni í Pétursborg í dag. 23. maí 2014 11:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Rússland mun virða útkomu kosninga í Úkraínu Pútin sagðist einnig vona að nýr forseti myndi stöðva hernaðaraðgerðir í austurhluta landsins. 23. maí 2014 20:50
„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20
Pútín segir borgarastyrjöld ríkja í Úkraínu Rússlandsforseti fjallaði um málefni Úkraínu í ræðu sinni í Pétursborg í dag. 23. maí 2014 11:53