Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2014 15:52 Ótrúlegt afrek hjá Kiel vísir/getty Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira