Lars: Reynslumeiri menn ráða við þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2014 15:30 Lars Lagerbäck fagnar því hversu vel Sölvi og miðverðirnir allir eru að spila með sínum félagsliðum. Vísir/Pjetur „Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir EM þó við höfum spilað þennan leik gegn Wales,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Hann og Heimir Hallgrímsson kynntu hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttuleikjum í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Landsliðið kemur saman í byrjun næstu viku og mætir Austurríki í Insbruck föstudaginn 30. maí. Miðvikudaginn 4. júní koma Eistar svo í heimsókn í Laugardalinn. Það er bara vonandi að völlurinn verði klár en áfram er unnið hörðum höndum í Dalnum að koma honum í stand. „Þetta er tækifæri til að hitta leikmennina og heyra þeirra hugmyndir fyrir undankeppnina og einnig hvað þeir ætla að gera í sumar. Sumir reyna eflaust að skipta um lið þannig það er gott að hitta þá,“ segir Lars. „Hvað varðar fótboltann þá erum við búnir að greina síðustu undankeppni og kannski viljum við aðeins breyta nokkrum hlutum. Þetta eru tveir flottir leikir sem við fáum. Það er líka gott að fá leik hérna heima þannig við getum sýnt okkur fyrir íslenskum áhorfendum.“Björn Bergmann vill ekki spila fyrir Ísland.Vísir/GettyBúinn að tala þrisvar sinnum við Björn Bergmann Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru valdir í hópinn gegn Austurríki eftir frábæra frammistöðu í byrjun tímabilsins í Noregi. Þeir verða þó aðeins í hópnum gegn Austurríki líkt og Birkir Már Sævarsson, bakvörður Brann. Þetta eru einu tveir vináttuleikir Íslands fyrir undankeppnina sem hefst í haust þannig Lars og Heimir fá ekki mörg tækifæri til að prófa nýja menn. „Við völdum nokkra af ungu leikmönnunum því þeim gengur vel með sínum liðum en vináttuleikirnir eru bara svo fáir. Það er mikilvægt að skoða leikmennina sem gætu mögulega verið framtíðarmenn þannig hópurinn er blanda af báðu. Það mikilvægasta er að eiga tvo góða leiki og koma sér vel af stað því við fáum ekki landsleik í ágúst,“ segir Lars.Eiður Smári Guðjohnsen gefur ekki kost á sér í þessi verkefni en er ekki formlega hættur með landsliðinu eins og haldið var eftir leikina gegn Króatíu. Hann er að skoða sín mál nú eftir að tímabilinu lauk í Belgíu en Eiður er líklega á förum frá Club Brugge.Björn Bergmann Sigurðarson gefur heldur ekki kost á sér frekar en fyrri daginn. Lars sagði á blaðamannafundinum að hann hefði rætt þrívegis við Björn á síðustu vikum og hljóðið í honum væri gott. Skagamaðurinn væri einfaldlega ekki tilbúinn til að spila með landsliðinu núna. „Hann telur sig ekki 100 prósent kláran til að spila fyrir landsliðið. Ég hef rætt við hann núna þrisvar og hann virkar á mig sem skynsamur strákur. Ég vil samt ekki vera að neyða menn til að spila fyrir landsliðið. Hann segist ekki vera tilbúinn en ég vil ekki loka neinum dyrum. Ég hef samt aldrei hitt jafnhæfileikaríkan leikmann sem hefur ekki áhuga á að spila fyrir landslið sitt,“ sagði Lars á sjálfum blaðamannafundinum.Landsliðsfyrirliðinn fékk lítið að spila hjá Cardiff.Vísir/GettyMiðverðirnir líta vel út Undir lok síðustu undankeppni var það orðið vandamál hversu margir lykilmanna íslenska liðsins voru ekki að spila reglulega með sínum félagsliðum. Sú er enn raunin hjá sumum leikmönnum á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Birki Bjarnason. „Reynslumeiri menn ráða við þetta, að spila minna með sínum félagsliðum. Ég vonast til að þeir fái að spila meira en í heildina hafa flestir spilað frekar mikið. Þannig séð lítur þetta ekki illa út en auðvitað vil ég að menn spili sem mest,“ segir Lars við Vísi. Varnarleikurinn var einnig smá höfuðverkur en nú eru allir þrír helstu miðverðir liðsins; Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og SölviGeirOttesen, að spila reglulega og standa sig vel. „Þetta er mjög jákvætt. Ragnar og Sölvi hafa litið mjög vel út í leikjunum sem ég hef séð í sjónvarpinu. Þeir eru að standa sig mjög vel líkt og Kári Árnason hjá Rotherham. Hann verður nú á Wembley á sunnudaginn. Það var líka gott fyrir Hannes [Þór Halldórsson, markvörð] að komast í nýtt umhverfi. Ég er búinn að sjá flesta leikina hans í Noregi og hann er að standa sig mjög vel þó liðið sé ekki að spila jafnvel,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
„Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningnum fyrir EM þó við höfum spilað þennan leik gegn Wales,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Hann og Heimir Hallgrímsson kynntu hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttuleikjum í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Landsliðið kemur saman í byrjun næstu viku og mætir Austurríki í Insbruck föstudaginn 30. maí. Miðvikudaginn 4. júní koma Eistar svo í heimsókn í Laugardalinn. Það er bara vonandi að völlurinn verði klár en áfram er unnið hörðum höndum í Dalnum að koma honum í stand. „Þetta er tækifæri til að hitta leikmennina og heyra þeirra hugmyndir fyrir undankeppnina og einnig hvað þeir ætla að gera í sumar. Sumir reyna eflaust að skipta um lið þannig það er gott að hitta þá,“ segir Lars. „Hvað varðar fótboltann þá erum við búnir að greina síðustu undankeppni og kannski viljum við aðeins breyta nokkrum hlutum. Þetta eru tveir flottir leikir sem við fáum. Það er líka gott að fá leik hérna heima þannig við getum sýnt okkur fyrir íslenskum áhorfendum.“Björn Bergmann vill ekki spila fyrir Ísland.Vísir/GettyBúinn að tala þrisvar sinnum við Björn Bergmann Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson voru valdir í hópinn gegn Austurríki eftir frábæra frammistöðu í byrjun tímabilsins í Noregi. Þeir verða þó aðeins í hópnum gegn Austurríki líkt og Birkir Már Sævarsson, bakvörður Brann. Þetta eru einu tveir vináttuleikir Íslands fyrir undankeppnina sem hefst í haust þannig Lars og Heimir fá ekki mörg tækifæri til að prófa nýja menn. „Við völdum nokkra af ungu leikmönnunum því þeim gengur vel með sínum liðum en vináttuleikirnir eru bara svo fáir. Það er mikilvægt að skoða leikmennina sem gætu mögulega verið framtíðarmenn þannig hópurinn er blanda af báðu. Það mikilvægasta er að eiga tvo góða leiki og koma sér vel af stað því við fáum ekki landsleik í ágúst,“ segir Lars.Eiður Smári Guðjohnsen gefur ekki kost á sér í þessi verkefni en er ekki formlega hættur með landsliðinu eins og haldið var eftir leikina gegn Króatíu. Hann er að skoða sín mál nú eftir að tímabilinu lauk í Belgíu en Eiður er líklega á förum frá Club Brugge.Björn Bergmann Sigurðarson gefur heldur ekki kost á sér frekar en fyrri daginn. Lars sagði á blaðamannafundinum að hann hefði rætt þrívegis við Björn á síðustu vikum og hljóðið í honum væri gott. Skagamaðurinn væri einfaldlega ekki tilbúinn til að spila með landsliðinu núna. „Hann telur sig ekki 100 prósent kláran til að spila fyrir landsliðið. Ég hef rætt við hann núna þrisvar og hann virkar á mig sem skynsamur strákur. Ég vil samt ekki vera að neyða menn til að spila fyrir landsliðið. Hann segist ekki vera tilbúinn en ég vil ekki loka neinum dyrum. Ég hef samt aldrei hitt jafnhæfileikaríkan leikmann sem hefur ekki áhuga á að spila fyrir landslið sitt,“ sagði Lars á sjálfum blaðamannafundinum.Landsliðsfyrirliðinn fékk lítið að spila hjá Cardiff.Vísir/GettyMiðverðirnir líta vel út Undir lok síðustu undankeppni var það orðið vandamál hversu margir lykilmanna íslenska liðsins voru ekki að spila reglulega með sínum félagsliðum. Sú er enn raunin hjá sumum leikmönnum á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og Birki Bjarnason. „Reynslumeiri menn ráða við þetta, að spila minna með sínum félagsliðum. Ég vonast til að þeir fái að spila meira en í heildina hafa flestir spilað frekar mikið. Þannig séð lítur þetta ekki illa út en auðvitað vil ég að menn spili sem mest,“ segir Lars við Vísi. Varnarleikurinn var einnig smá höfuðverkur en nú eru allir þrír helstu miðverðir liðsins; Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og SölviGeirOttesen, að spila reglulega og standa sig vel. „Þetta er mjög jákvætt. Ragnar og Sölvi hafa litið mjög vel út í leikjunum sem ég hef séð í sjónvarpinu. Þeir eru að standa sig mjög vel líkt og Kári Árnason hjá Rotherham. Hann verður nú á Wembley á sunnudaginn. Það var líka gott fyrir Hannes [Þór Halldórsson, markvörð] að komast í nýtt umhverfi. Ég er búinn að sjá flesta leikina hans í Noregi og hann er að standa sig mjög vel þó liðið sé ekki að spila jafnvel,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn