„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 10:22 Petró Porósjenkó er talinn sigurstranglegastur. Vísir/AFP Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi.
Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26
Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42
Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49
Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06
Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09