Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. maí 2014 22:15 Renan Barao rotar Eddie Wineland með snúandi hliðarsparki. Vísir/Getty Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira