Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2014 19:46 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. Landsvirkjunarmenn kynntu stöðu fyrirtækisins og framtíðaráform á ársfundi sínum í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að þrátt fyrr erfitt rekstrarumhverfi hafi síðasta ár verið eitt besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Og þrátt fyrir að hafa staðið í byggingu Búðarhálsvirkjunar tókst Landsvirkjun á sama tíma að lækka skuldir sínar um nærri 50 milljarða króna á síðustu fjórum árum. En það var hins vegar fjármálaráðherrann sem stal senunni með því að opna á að ríkið fengi meðeigendur í félaginu. „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra leggur áherslu á að vinna þetta í góðri sátt og vill nota mánuðina framundan til að ræða málið og kanna hvort góð samstaða geti tekist um það. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var ráðherrann spurður hvað hann vildi selja stóran hlut. Hann nefndi 10-20 prósent en tók fram að að stíga ætti varlega til jarðar, sérstaklega til að byrja með. „Ég væri undir öllum kringumstæðum að tala um meirihlutaeign ríkisins á fyrirtækinu áfram.” Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. Landsvirkjunarmenn kynntu stöðu fyrirtækisins og framtíðaráform á ársfundi sínum í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að þrátt fyrr erfitt rekstrarumhverfi hafi síðasta ár verið eitt besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Og þrátt fyrir að hafa staðið í byggingu Búðarhálsvirkjunar tókst Landsvirkjun á sama tíma að lækka skuldir sínar um nærri 50 milljarða króna á síðustu fjórum árum. En það var hins vegar fjármálaráðherrann sem stal senunni með því að opna á að ríkið fengi meðeigendur í félaginu. „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra leggur áherslu á að vinna þetta í góðri sátt og vill nota mánuðina framundan til að ræða málið og kanna hvort góð samstaða geti tekist um það. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var ráðherrann spurður hvað hann vildi selja stóran hlut. Hann nefndi 10-20 prósent en tók fram að að stíga ætti varlega til jarðar, sérstaklega til að byrja með. „Ég væri undir öllum kringumstæðum að tala um meirihlutaeign ríkisins á fyrirtækinu áfram.”
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira